fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fókus

Ástæðan fyrir því að konur laðast að „slæmum strákum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. desember 2020 12:34

Jana Hocking.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjölmiðlakonan Jana Hocking segist hafa loksins áttað sig á því af hverju konur laðast svona að „slæmum strákum“ (e. bad boys).

„Hver einasta kona gerir þau mistök að sækjast í „slæma stráka“. En það er óvænt vísindaleg ástæða fyrir því að konur laðast að þessum karlmönnum,“ segir Jana í nýjum pistli á News.au.

Hún ákvað að skoða betur stefnumótamynstur sitt og af hverju hún laðast alltaf að sömu týpunni. „Ég virðist alltaf verða hrifin af einhverjum sem er smá ógnvekjandi eða hættulegur, eða að einhverjum sem myndi teljast vera slæm hugmynd. Alveg mjög slæm hugmynd,“ segir hún og bætir við: „Um leið og ég sé einhvern með skapgerðarvandamál eða jafnvel fíknivandamál þá hugsa ég: „Ég er heldur betur til í þetta verkefni.““

Jana segir að hún hafi fengið tíma til að hugsa og gera upp fortíðina þegar kórónuveirufaraldurinn skall á.

„Ég áttaði mig á að þetta væri ekki að virka lengur. Ég vil ekki vera föst inni með einhverjum gaur sem gerir mig brjálaða. Ég vil vera föst inni með einhverjum sem er meira eins og besti vinur minn. Kynþokkafullur besti vinur sem ég myndi njóta þess að sjá nakinn af og til,“ segir hún.

Hávísindaleg ástæða

Jana fór á stúfana og leitaði upplýsinga um hvað gæti verið að valda þessari löngun hennar í „slæma stráka.“

„Það sem ég fann er mjög áhugavert. Konur laðast meira að „slæmum strákum“, eða eins og ein greinin kallaði þá „ofurkarlmannlega“ (e. hyper masculine), á ákveðnum tíma tíðahringsins,“ segir Jana og bætir við að það er þegar konur eru í miðjum tíðahring, akkúrat þegar þær eru sem frjóastar.

„Karlmenn sem eru mjög karlmannlega eiginleika gætu verið með betri gen, svo það gæti verið aðlaðandi fyrir konur, án þess að þær séu meðvitaðar um það. Ég er ekki að reyna að vísa ábyrgðinni frá amér en ég virðist hreinlega ekki vera við stjórnvölinn. Fjandinn hirði ykkur eggjastokkar!“ segir Jana og minnir sig á að taka pásu frá stefnumótaforritum eftir tvær vikur.

Þú getur lesið pistil Jönu í heild sinni hér. Hún segir frá því að hún hafi byrjað að hitta karlmann sem var ólíkur fyrrverandi kærustum hennar. Hann var tilfinninganæmur og forðaðist ekki alvarleg samtöl. En því miður gekk það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“