fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Hjartasjúkdómar, krabbamein og sykursýki urðu flestum að bana 2019

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 18:00

Áfengi hefur slæm áhrif á hjartað. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö sjúkdómar, sem smitast ekki á milli fólks, voru orsök tæplega helmings allra dauðsfalla á síðasta ári. Óheilbrigt líferni og umhverfisáhrif eiga að hluta sök á þessu. Krabbamein og sykursýki eru meðal helstu dánarorsaka núna en það er mikil breyting frá því sem var fyrir um 20 árum.

Sjö sjúkdómar, sem smitast ekki á milli fólks, eru á meðal tíu algengustu dánarorsakanna í dag. Um aldamótin voru fjórir sjúkdómar, sem smitast ekki, á meðal tíu algengustu dánarorsakanna. Hjartasjúkdómar eru algengasta dánarorsökin en þeir verða 16% allra að bana. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að samkvæmt áætlun frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO þá séu Alzheimerssjúkdómurinn og aðrar tegundir vitglapa nú á meðal tíu algengustu dánarorsakanna. Andlátum af völdum sykursýki hefur fjölgað um 70% frá aldamótum.

Þessar nýju tölur sýna að þörf er á að auka áhersluna á forvarnir og meðferð við hjarta- og öndunarfærasjúkdómum að sögn Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óstjórnleg eyðsla, átröskun og „snobb“ Wintour – Kryddpían opnar sig upp á gátt í þáttaröð Netflix

Óstjórnleg eyðsla, átröskun og „snobb“ Wintour – Kryddpían opnar sig upp á gátt í þáttaröð Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning