fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Rekstur Lækjarbrekku skildi 133 milljóna skuldaslóða eftir sig – Lýst gjaldþrota í júní

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu voru í dag auglýst skiptalok fyrirtækisins Brekkan 101 ehf., sem áður var rekstrarfélag veitingastaðarins Lækjarbrekku. Ekkert fékkst upp í 132,6 milljóna kröfur í þrotabú fyrirtækisins.

DV sagði frá því þann 26. apríl síðastliðinn að dagar staðarins væru líkast til taldir, sem reyndist rétt. Tæpum tveim mánuðum síðar, þann 24. júní úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur félagið gjaldþrota.

Lækjarbrekka hóf starfsemi þann 10. október árið 1981 í fallegu gömlu svörtu tréhúsi við Bankastræti. Veitingastaðurinn vinsæli var allt sitt æviskeið eitt af kennileitum Reykjavíkur. Ívar Þórðarson, einn eigandi fyrirtækisins, skrifaði á heimasíðu veitingastaðarins þegar hann lokaði:

„Því miður þurfum við á Lækjarbrekku að loka. Okkur finnst það sorglegt , erfitt og leiðinlegt að þurfa að grípa til þess og langaði að þrauka yfir þessa undarlegu tíma. Við vonum að það verði tímabundin lokun en það mun koma í ljós á næstu misserum. Okkur langar að þakka okkar góðu viðskiptavinum og frábæra starfsfólki fyrir ótrúlegan samstöðuvilja og velvild í okkar garð.“ 

Sagði Ívar þá í samtali við blaðamann DV að „nokkrar stjörnur þyrftu að raða sér rétt saman til að dæmið gæti gengið upp.“ „Veitingarekstur byggir á góðu samskipi rekstraraðila, leigusala, birgja og að sjálfsögðu viðskiptavina,“ sagði hann jafnframt þá.

30. nóvember síðastliðinn luku skiptum og voru sem fyrr sagði gerðar kröfur að fjárhæð 132,6 milljóna í þrotabúið. Samkvæmt heimildum DV er stór hluti þeirra krafna ógreidd leiga, en fasteignafélagið FÍ Fasteignafélag á húsið sem iðulega er kallað „Lækjarbrekkuhúsið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku