Í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær vann RB Leipzig 3-2 sigur á móti Manchester United. Leipzig komst í stöðuna 3-0 í leiknum. Leikmenn Manchester United gerðu hins vegar alvöru atlögu að marki heimamanna undir lok leiks. Á 80. mínútu minnkaði Bruno Fernandes muninn fyrir United og þremur mínútum síðar skoraði Paul Pogba annað mark liðsins og munurinn því aðeins orðin eitt mark. United var nálægt því að jafna undir lok leiks en nær komust þeir þó ekki.
Í aðdraganda leiksins snérist allt um Paul Pogba miðjumann félagsins, Mino Raiola umboðsmaður hans steig fram og sagði leikmanninn vilja burt.
Hann sagði Pogba ekki líða vel í herbúðum Manchester United. „Hópurinn er í lagi, þeir eru lið og standa saman,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir tapið súra í Leipzig.
„Um leið og umboðsmaður Paul áttar sig á því að þetta er liðsíþrótt og við vinnum saman, þá verðu þetta betra.“
„Þetta er líklega það síðasta sem ég segi um þetta mál, ég nenni ekki að eyða orku í þetta.“