fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Mikill áhugi á hlutdeildarlánum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 07:53

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni verða fyrstu hlutdeildarlánin veitt en þar með verður blað brotið í sögu fasteignamarkaðarins. Í hlutdeildarlánum felst að ríkið lánar tekjulágu fólki vaxtalaust fyrir kaupum á hagkvæmu húsnæði.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að með hlutdeildarláni geti dugað fyrir kaupanda að leggja fram 1,75 milljónir sjálfur til að kaupa húsnæði sem kostar 35 milljónir.

Það er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem úthlutar lánunum. Morgunblaðið hefur eftir Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra stofnunarinnar, að 129 umsóknir hafi borist um lán á höfuðborgarsvæðinu og 62 um lán á landsbyggðinni.

Lánum verður úthlutað sex sinnum á næsta ári en fyrstu viðbrögðin benda til að mikill áhugi sé á þessum nýju lánum sem koma á markað á sama tíma og vextir eru í sögulegu lágmarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum