fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Tilkynningar um að píramídasvindl sé stundað hér á landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 07:55

Merki Crowd1. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa Neytendastofu borist tilkynningar um að fyrirtæki stundi píramídasvindl hér á landi. Engin af þessum ábendingum hefur leitt til ákvörðunar eða sektar hjá stofnuninni. Nýlega kom fram að fyrirtæki og einstaklingar hér á landi væru að auglýsa aðganga að Crowd1 sem breska ríkissjónvarpið BBC hefur lýst sem píramídasvindli.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórunni Önnu Árnadóttur, forstjóra Neytendastofu, að stofnuninni hafi borist ábendingar um að fyrirtæki hér á landi stundi píramídasvindl en það hafi ekki leitt til ákvörðunar hjá stofnuninni. „Ef um er að ræða fyrirtæki sem er staðsett annars staðar í Evrópu þá höfum við skoðað þau mál í samstarfi við yfirvöld í viðkomandi landi,“ sagði hún einnig.

Eins og fyrr segir hefur BBC lýst Crowd1 sem píramídasvindli sem einkum beinist að Afríkubúum. Hafa nokkur Afríkuríki bannað starfsemina eða varað við henni.

Blaðið segir að eitt þekktasta píramídasvindl málið á heimsvísu sé Herbalife sem samdi við bandarísku alríkisstjórnina fyrir fjórum árum um að breyta viðskiptamódeli sínu. Síðan þá hefur fyrirtækið tvívegis þurft að greiða háar fjárhæðir, meðal annars vegna mútumáls í Kína.

Fleiri álíka mál hafa teygt sig hingað til lands, til dæmis OneCoin og Young Living. Píramídasvindl er ólöglegt í Evrópu en það er skilgreiningaratriði hvað fellur undir ramma laganna. Hér á landi er það Neytendastofa sem hefur eftirlit með að lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu sé fylgt og Evrópureglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“