fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Læknir segir fitubrennslubelti dæmi um gamalkunnugt svindl: „Stórmerkilegt að sjá hvernig fólk virðist standa í röðum til að láta gabba sig“

„Örvætningin yfir magapúðanum virðist geta rænt fólk skynsemi og rökhugsun“

Auður Ösp
Föstudaginn 22. janúar 2016 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallað Celcius-brennslubelti er sagt örva brennslu á magasvæði og fullyrt er að hægt sé að losna við magamál með því að notast við beltið. Læknir segir vöruna klassískt dæmi um gamalkunnugt svindl þar sem fögur söluloforð eru sett fram án þess að stuðst sé við fullyrðingar eða rannsóknir.

Í auglýsingu um beltið sem birtist á Facebook-síðu vörunnar sem og á heimasíðu Celcius sport segir meðal annars:

„Brennslubeltið örvar brennslu á magasvæðinu á heilbrigðan og þægilegan hátt. Bætir líkamsstöðu og veitir bakinu stuðning í leik og starfi. “ Þá er fullyrt að beltið „auki svitamyndun og vatnslosun á magasvæði“ „viðhaldi og lengi áhrif æfinga“ og „haldi vöðvunum heitum.“ Þá má einnig sjá slagorðið: „Bumbuna burt!“ og þá er 100% árangri lofað.

Í kynningu sem fram kemur á Fréttanetinu er jafnframt fullyrt að um sé að ræða nýjung á Íslandi sem hafi slegið í gegn víðs vegar um heiminn og að Celcius-brennslubeltið sé „vísun á árangur þegar magasvæðið er annars vegar.“ Þá segir Ellý Ármanns eigandi Fréttanetsins í athugasemd undir kynningunni: „Ég var svo heppin að ég fékk að prófa Celcius brennslubeltið (en ég var MJÖG skeptísk) og nú eru 10 sentímetrar farnir!!!!!“

„Auðvitað of gott til að vera satt“

Björn Geir Leifsson skurðlæknir tjáir skoðun sína á fitubrennslubeltinu á bloggsíðu sinni þar sem hann dregur notagildi þess í efa og segir að hér sé á ferðinni hreint og klárt „peningaplokk“:

„Hvernig græðir maður glás af peningum? Ein leið er að finna hræódýra, hættulausa vöru og láta framleiða fyrir sig í Kína, Víetnam eða álíka landi þar sem vinnuafl er eins oódýrt og hugsast getur. Svo leigir maður „.com“ -lén fyrir 1300 krónur á ári, kaupir einhvern til að búa til svaka flotta heimasíðu, auglýsir frítt á netmiðlum svo sem Twitter, Facebook og Instagram og fær verslanakeðju til að stilla þessu upp fyrir sig og kaupa nokkrar auglýsingar í auglýsingablaði,“ ritar Björn meðal annars.

Þá bendir hann einnig á að ólöglegt sé að setja fram fullyrðingar í auglýsingum sem ekki er hægt að staðfesta en Neytendastofa hafi þó til þessa ekki sett slík mál í forgang. Segir hann brennslubeltið dæmi um gamalkunnugt svindl á borð við jóna armböndin svokölluðu.

„Núverandi svindl er bútur af Neopren-gúmmíi, sama efni og notað er í vöðlur og kafarabúninga. Það kostar eflaust ekki nema nokkra hundraðkalla per stykki að láta útbúa svona í austurlöndum og flytja til landsins. Svo er þetta selt fyrir 7990 krónur út úr búð hér. Dágóður ágóði þar. Gúmmítuskuteygju þessa á sem sagt að spenna um kviðinn og með því kalla fram kraftaverk, reyndar bara ef þú æfir og reynir á þig, það er að segja. Auðvitað of gott til að vera satt.“

Vafasöm loforð

Þá setur hann spurningamerki við loforðin sem fylgja vörunni. „Það er auðvitað passað að segja gæti í stað getur, svona til að geta borið því við að ekkert sé fullyrt með vissu ef stóra ljóta neytendastofa skyldi finna tíma til að agnúast út í þetta.“

„Ég get alveg lofað ykkur því að ekkert af þessum loforðum er einu sinni líklegt til að vera satt og ekkert þeirra er hægt að finna staðfestingu á í prófunum eða rannsóknum,“ segir Björn jafnframt og bendir á Facebook-leik þar sem hægt er að vinna beltið. „Á Facebook er þessi kaupmaður (kona?) með auglýsingasíðu og lofar ókeypis belti ef fólk „lækar“ á auglýsinguna. Það veldur því að hún dreifist um vinahópana eins og eldur í sinu og er afskaplega áhrifaríkt. Á innan við 20 klst var þessu deilt 160 sinnum og lækað yfir 200 sinnum. Það er alveg stórmerkilegt að sjá hvernig fólk virðist standa í röðum til að láta gabba sig. Fleiri hundruð hafa hjálpað seljendunum að dreifa auglýsingunni með því að setja inn athugasemd og „læka“. Einstaka hjáróma athugasemd benti réttilega á að þetta væri of gott til að vera satt.“

„Er fólk fífl? Ja, ekki samkvæmt minni skilgreiningu en örvætningin yfir magapúðanum virðist geta rænt fólk skynsemi og rökhugsun,“ segir læknirinn jafnframt en færslu hans má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda