fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Fleiri féllu fyrir eigin hendi í október í Japan en af völdum COVID-19 frá upphafi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. desember 2020 22:30

Frá Tókýó. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskir sérfræðingar vara nú við andlegri vanlíðunarkreppu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Aðvörunin kemur í tengslum við fjölgun sjálfsvíga á undanförnum mánuðum. Í október tóku 2.153 eigið líf en þetta er mesti fjöldi sjálfsvíga á einum mánuði síðan 2015. Til samanburðar má geta að 2.057 hafa látist af völdum COVID-19 síðan heimsfaraldurinn skall á í byrjun árs.

Yfirvöld hafa reynt að halda aftur af útbreiðslu veirunnar en andstætt því sem hefur verið gert víða annars staðar hefur ekki verið gripið til umfangsmikilla lokana. Áhersla hefur verið lögð á notkun andlitsgríma, að fólk haldi góðri fjarlægð sín á milli, handþvottar og að forðast fjölmennar samkomur innanhúss. Skólum var þó lokað í mars og fram í maí og háskólar lögðu meiri áherslu á fjarkennslu.

En þrátt fyrir að hversdagslífið hafi nú færst nær því sem áður var vara sérfræðingar við áhrifum einangrunar og ótta við starfsmissi, þetta geti leitt til andlegrar heilbrigðiskrísu í landinu.

Sjálfsvígstíðnin hefur aukist sérstaklega mikið hjá konum. Í október tóku 83% fleiri konur eigið líf en í október á síðasta ári. Karlar eru þó í miklum meirihluta þeirra sem fremja sjálfsvíg. Washington Post hefur eftir Michiko Ueda, prófessor í sjálfsvígsforvörnum við Waseda háskólann í Tókýó, að konur hafi farið verr út úr heimsfaraldrinum en karlar. Margar hafi misst vinnuna í ferðaiðnaðinum, smásöluverslun og á veitingastöðum en þessir geirar hafa farið verst út úr faraldrinum.

Sjálfsvígstíðnin í Japan er ein sú hæsta í heiminum og sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 15 til 34 ára samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum. Sjálfsvígstíðnin er 18,5 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau