fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

5.000 ára beinagrind af hval gæti aukið þekkingu okkar á hvölum og hækkandi sjávarborði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. desember 2020 16:35

Beinagrindin er vel varðveitt. Mynd:Facebook/Topvarawut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenskir vísindamenn fundu nýlega 5.000 ára gamla beinagrind af hval sem hefur varðveist í nær fullkomnu lagi. Talið er að um beinagrind af reyðarhval sé að ræða. Hún fannst í Samut Sakhon sem er vestan við Bangkok.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi grafið um 80% beinagrindarinnar upp og hafi borið kennsl á ýmsa hluta hennar, þar á meðal bein og ugga. Beinagrindin er 12 metrar á lengd og höfuðið er um 3 metrar.

Kolefnagreining verður gerð á beinunum til að aldursgreina þau en talið er að þau séu á milli 3.000 og 5.000 ára gömul.

Beinagrindin mun hjálpa vísindamönnum að skilja þróun reyðarhvala og varpa ljósi á breytta sjávarstöðu í mörg þúsund ár. Talið er að fundurinn sé enn ein sönnun þess að miklar breytingar hafi orðið á sjávarborði í Taílandsflóa fyrir 6.000 til 3.000 árum síðan. Þá hafi strandlínan verið marga tugi kílómetra inni í landi miðað við það sem nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni