fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vonast til að faraldurinn fari niður á við á næstunni en vísbendingar eru um að svo gæti orðið. Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins. Fjórtán innanlandssmit voru greind í gær en þar af var aðeins einn utan sóttkvíar. Um 1.300 sýni voru tekin. Hlutfall sýktra af þeim var 0,6% og fer lækkandi. Allir sem greindust í gær voru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu.

Þórólfur segir að smitin undanfarið hafi borið uppi litlar hópsýkingar, í leikskóla, bænahópi og fjölskyldu- og vinahópum.

„Faraldurinn undanfarið hefur verið í línulegum vexti en spurningin er núna hvað hann er að gera. Hvort hann er að fara niður á við eða við höldum sama hraða og áður, næstu dagar munu skera úr um það.“

Þórólfur tjáði sig um aðstæður íþróttamanna sem hafa lýst yfir mikilli óánægju með æfinga- og keppnisbann í fullorðinsflokkum. Þórólfur benti á að aðgerðirnar hefðu verið íþyngjandi fyrir nær alla íbúa landsins og tiltók meðal annars veitingastaði og krár, líkamsræktarstöðvar og marga fleiri. Hann sagðist skilja óþreyju íþróttamanna og vonast til að hægt verða að hefja æfingar og keppni í náinni framtíð.

Þórólfur segir ótímabært að gera ráð fyrir að bólusetning geti hafist strax eftir áramótin. Vill hann hvetja til raunhæfrar bjartsýni hvað varðar tímasetningu bólusetningar hér á landi. Mikilvægt sé að fólk slaki ekki á einstaklingsbundnum sóttvarnaaðgerðum vegna bjartsýnisfrétta af bóluefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd