fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vonast til að faraldurinn fari niður á við á næstunni en vísbendingar eru um að svo gæti orðið. Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins. Fjórtán innanlandssmit voru greind í gær en þar af var aðeins einn utan sóttkvíar. Um 1.300 sýni voru tekin. Hlutfall sýktra af þeim var 0,6% og fer lækkandi. Allir sem greindust í gær voru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu.

Þórólfur segir að smitin undanfarið hafi borið uppi litlar hópsýkingar, í leikskóla, bænahópi og fjölskyldu- og vinahópum.

„Faraldurinn undanfarið hefur verið í línulegum vexti en spurningin er núna hvað hann er að gera. Hvort hann er að fara niður á við eða við höldum sama hraða og áður, næstu dagar munu skera úr um það.“

Þórólfur tjáði sig um aðstæður íþróttamanna sem hafa lýst yfir mikilli óánægju með æfinga- og keppnisbann í fullorðinsflokkum. Þórólfur benti á að aðgerðirnar hefðu verið íþyngjandi fyrir nær alla íbúa landsins og tiltók meðal annars veitingastaði og krár, líkamsræktarstöðvar og marga fleiri. Hann sagðist skilja óþreyju íþróttamanna og vonast til að hægt verða að hefja æfingar og keppni í náinni framtíð.

Þórólfur segir ótímabært að gera ráð fyrir að bólusetning geti hafist strax eftir áramótin. Vill hann hvetja til raunhæfrar bjartsýni hvað varðar tímasetningu bólusetningar hér á landi. Mikilvægt sé að fólk slaki ekki á einstaklingsbundnum sóttvarnaaðgerðum vegna bjartsýnisfrétta af bóluefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta
Fréttir
Í gær

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis
Fréttir
Í gær

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli
Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“