fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Gunnar Þorsteinn er látinn – „Hvers manns hugljúfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Þorsteinn Halldórsson íslenskufræðingur er látinn eftir baráttu við krabbamein, sextugur að aldri. Hann fæddist 9. apríl 1960. Gunnar var stundum kenndur við hið sögufræga hús Sjólyst á Fáskrúðsfirði, sem hann keypti og gerði upp. Hann stundaði einnig kennslu þar. Í Reykjavík starfaði Gunnar meðal annars við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu, var leiðgsögumaður og rak gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur. Hann var kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði.

Meðal þeirra sem minnast Gunnars er Albert Eiríksson. Í hugljúfum minningarorðum sínum segir hann:

„Draumur Gunnars var að sitja við opinn glugga í Sjólyst í ellinni, semja ljóð og skáldsögur, anda að sér sjávarilminum og hlusta á fagran fuglasöng í bland við öldugjálfrið. Það hefði farið honum vel. Blessuð sé minning Gunnars í Sjólyst.“

Í grein Alberts kemur fram að Gunnar var harðduglegur en hann gerði upp íbúðir á sumrin sem hann leigði út. Hann hafði hins vegar vetursetu í París og stundaði um tíma íslenskukennslu í Sorbonne.

https://www.facebook.com/albert.eiriksson.3/posts/10158552682423617

Útför Gunnars verður frá Dómkirkjunni í dag kl. 13. Streymt verður frá útförinni. Sjá spilara að neðan.

 

https://www.youtube.com/watch?v=9vsImrj6iLw&feature=youtu.be

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“