fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Viðbragðsáætlun virkjuð vegna kuldakasts – Þetta þarftu að gera

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 2. desember 2020 07:56

Drekkur þú nóg vatn? Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitur sendu í morgun út tölvupóst til viðskiptavina sinna þar sem biðlað er til þeirra að fara vel með heita vatnið næstu daga til að nægt vatn sé til að hita hús landsmanna. Í póstinum kemur fram að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins síðan árið 2013 þess vegna hafi Veitur virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar.

Sjá leiðbeiningar frá Veitum hér að neðan:

Sé tekið mið af spálíkönum, sem nýta veðurspár til að áætla notkun, er útlit fyrir að hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu fari að þolmörkum á föstudag og fram yfir helgi.

Um 90% af hitaveituvatni er notað til húshitunar og því skiptir afar miklu máli að fólk sé meðvitað um hvernig nýta á það sem best.

Fólk er hvatt til að gera eftirfarandi:

-Hafa glugga lokaða

-Hafa útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur

-Láta ekki renna í heita potta

-Stilla ofna svo þeir séu heitir að ofan en kaldir að neðan

-Varast að byrgja ofna, t.d. með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum

-Minnka þrýsting á snjóbræðslukerfum

Í tilkynningunni er höfðað til landsmanna um að nú reyni enn og aftur á samstöðu. „Mikilvægt er að hafa í huga að þeir köldu dagar sem við höfum upplifað undanfarið hafa verið í hæglátu veðri. Nú er hins vegar útlit fyrir töluverðan vind sem veldur mikilli kælingu ofan á það frost sem er í kortunum. Heita vatnið er sameiginleg auðlind okkar allra og með samstilltu átaki viðskiptavina má minnka notkun þannig að hitaveitan standist álagið sem kuldakastið veldur,“ segir enn fremur.

Auk þess er bennt á að  á vef Veitna er að finna fleiri góð ráð um hvernig nýta má þá dýrmætu auðlind sem heita vatnið er sem best – https://www.veitur.is/hollrad-um-heitt-vatn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd