fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Vinna að lækkun hámarkshraða í íbúðahverfum borgarinnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 07:45

Það gæti borgað sig að vera tímanlega á ferðinni í fyrramálið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust bað Reykjavíkurborg íbúðaráð borgarinnar um umsögn um hámarkshraðaáætlun og nú er verið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust. Tillögurnar snúast um að lækka hámarkshraðann inni í hverfum úr 60 niður í 50 og úr 50 niður í 40 eða 30. Til dæmis er lagt til að hámarkshraðinn á Borgavegi í Grafarvogi fari úr 50 niður í 40 og í Vesturbergi í Breiðholti úr 50 niður í 30.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, að verið sé að skoða hraðalækkandi aðgerðir um alla borg og að hún vonist til að þær verði samþykktar fyrir áramót.

Sigurborg var Andrési Inga Jónssyni, þingmanni utan flokka, innan handar við gerð frumvarps hans um lækkun hámarkshraða en frumvarpið hefur verið talsvert rætt í samfélaginu. Fréttablaðið hefur eftir Sigurborgu að tillaga Andrésar snúi að lagarammanum sjálfum svo ekki sé sjálfgefið að götur í þéttbýli séu með 50 km hámarkshraða heldur 30. „Svo líka að það sé á ávallt á forræði sveitarfélaga að ákvarða hámarkshraða í þéttbýli, ekki Vegagerðarinnar. Nágrannaþjóðir okkar eru að lækka viðmiðunarhraðann í þéttbýli, síðan er það sveitarfélaga að rökstyðja breytingar á því,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni