fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 20:21

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Liverpool, munu leggja inn beiðni hjá borgaryfirvöldum í Liverpool í vikunni til þess að fá heimild fyrir því að stækka heimavöll sinn Anfield, nánar tiltekið Anfieild Road stúkuna. Þetta herma heimildir The Athletic.

Stækkunin mun gera félaginu kleift að geta tekið á móti 61.000 áhorfendum á leikdegi, fari það svo að borgaryfirvöld heimili stækkunina.

Völlurinn í sinni núverandi mynd getur tekið á móti um það bil 54.000 áhorfendum. Stækkunin er talin kosta um það bil 60. milljónir punda, það gera um það bil 10,6 milljarða íslenskra króna.

Félagið hafði áður ákveðið að fara af stað í umrædda stækkun en setti þær áætlanir á bið í apríl í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins.

Stækkunin mun auka sætaframboð til almennra stuðningsmanna (e. general admission) um 5.200 sæti. Hin 1.800 sætin munu verða hluti af dýrari miðapökkum félagsins.

Fyrirhuguð stækkun er svar félagsins við aukinni aðsókn í miða á leiki ensku meistaranna. Nú eru um það bil 23.000 stuðningsmenn liðsins á biðlista fyrir ársmiðum á Anfield.

Fyrirhuguð stækkun Anfield / GettyImages

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“