fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Reynt verður að láta bólusetningu ganga hratt fyrir sig – „Kannski tveggja til þriggja vikna verkefni“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 07:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er þessa dagana verið að íhuga hvernig verður best staðið að bólusetningum gegn kórónuveirunni. Á næstunni funda stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hvernig best verður staðið að bólusetningu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Ef allt gengur að óskum koma fyrstu skammtar af bóluefni til landsins á næstu vikum og verður þá strax hægt að hefjast handa við bólusetningar. Ákveðið hefur verið hvaða hópar njóta forgangs og eru þar fremst í flokki íbúar á öldrunarstofnunum og framlínustarfsfólk.

Morgunblaðið hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að mikill þrýstingur sé í samfélaginu um að bólusetningin gangi hratt fyrir sig og vill fólk komast að sem fyrst. Hann sagði að reynt verði að svara því kalli eins og hægt er. Þorri starfsfólks, til dæmis læknar og hjúkrunarfræðingar, muni vinna við verkefnið á meðan komist er yfir kúfinn. Framhaldið ráðist meðal annars af hversu mikið magn af bóluefni fæst hingað til lands.

Í krafti samninga ESB við lyfjaframleiðendur er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir að minnsta kosti 70% þjóðarinnar. Íslendingar eru í samfloti við Svía í innkaupum á bóluefni.

„Bólusetningar á heilsugæslustöðvunum eru okkar fyrsti kostur. Þá kæmi fólk þangað inn og þyrfti hugsanlega eftir sprautu hvíld í nokkrar mínútur. Sé allur kraftur settur í málið og laus rými nýtt gætu á meðalstórri stöð kannski farið 80-100 manns í gegn á klukkustund og vinnudagurinn væri langur. Þurfi fólk að koma tvisvar í bólusetningu, það er með nokkurra daga millibili, á heilsugæslustöð sem sinnir kannski fimmtán þúsund íbúum gæti þetta verið kannski tveggja til þriggja vikna verkefni,“ hefur Morgunblaðið eftir Óskari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum