fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur viðrar jóla-áhyggjurnar – „Ég er svolítið hræddur um að fólk vilji halda því áfram“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 19:28

Þórólfur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, er ekki viss um að tilkynning þríeykisins á fyrirhuguðum tilslökunum hafi leitt til þess að landsmenn slökuðu um of á í sóttvarnaraðgerðum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi ljóst að slíkar tilkynningar um tilslakanir hefðu þau áhrif á landinn slakaði um of á. Kári telur rétt að ekki sé tilkynnt um fyrirhugaðar aðgerðir.

„Menn geta spáð í það og haft ýmsar skoðanir á því og hvort það sé eðlilegt að gefa fólki einhverjar væntingar um tilslakanir og hvort fólk flýti sér þá um of að slaka á. Ég er ekkert endilega viss um það. Ég held að það sé bara mismunandi en ég held að það sé hins vegar mjög nauðsynlegt að hrósa fólki fyrir þegar það stendur sig vel. Og fólk stóð sig mjög vel og hefur gert það, alveg þorri manna og þess vegna náðum við þessu smiti niður eins hratt og raun ber vitni,“ sagði Þórólfur í samtali við DV fyrr í dag.

Þórólfur vildi ekki staðfesta orðróma um hinn og þennan hópinn þar sem upp hafi komið hópsmit.

„Það er ekkert endilega rétt að tala um einstaka hópa, ég held að það þjóni ekki miklum tilgangi ég held hins vegar það sem þjónar tilgangi er að segja frá því að þessir hópar þar sem smit eru að koma upp eru ekki bara einhver villt partý hjá unglingum eða þar sem vín er haft við hönd, þetta getur gerst hvar sem er í fjölskylduboðum og minnstu boðum þar sem fólk er bara ekki að passa sig og eitthvað gerist sem að enginn átti von á og þá geta smitin byrjað og síðan dreift út frá sér.“

Þó svo samkomutakmarkanir miði við tíu manns í dag þá þurfi menn að vera meðvitaðir um að kórónuveiran er ekki að telja menn á mannamótum áður en hún ræðst þangað inn.

„Veiran virðir það ekki, hún telur ekki hversu margir hittast. Afleiðingarnar verða hins vegar mun minni ef það eru tíu eða færri sem eru að hittast“

Þórólfur bendir á að smitin sem við erum að sjá núna komi ekki erlendis frá heldur séu sömu stofnar veirunnar og við höfum verið að glíma við í þriðju bylgju faraldursins.

„Þetta eru áfram þessir sömu þrír stofnar. Við erum ekki að sjá nýja stofna koma inn frá landamærunum. Það er bara mjög nauðsynlegt að halda því til haga að þetta er ekki að leka núna í gegnum landamærin, það er ekki ástæðan fyrir því að við erum að sjá þessar sýkingar núna.“

Hann segir að við megum áfram gera ráð fyrir að sjá sambærilegar tölur og undanfarna daga næstu vikuna.

„Það væri mjög skrítið ef þetta færi að detta allt í einu niður, auðvitað geti það gerst“

Þórólfur segir að það séu þrír möguleikar í stöðunni

„Þetta fari upp og fari í veldisvöxt með miklum hraða, að þetta veðri í línulegum vexti eins og þetta er núna, og svo í þriðja lagi getur verið að þetta fari bara niður sem væri náttúrulega það besta!“

Þórólfur hefur mestar áhyggjur af því núna að fólk gæti ekki nægilega að sér í einstaklings sýkingavörnum og hópamyndunum í tengslum við hátíðarnar sem nálgast nú óðfluga.

„Ég hef mestar áhyggjur af því að fólk verði óþreyjufullt og gleymi sér, passi sig ekki í fyrsta lagi á þessum einstaklingsbundnu sýkingarvörnum sem við erum alltaf að hamrað á og svo hópamyndanir, ég hef mestar áhyggjur af því.

Þetta er sá tími þar sem fólk er að hittast, hitta vini og vandamenn, fjölskyldu og við erum svo föst í þeim vana. Og ég er svolítið hræddur um að fólk vilji halda því áfram og jafnvel þó að það séu ekki stór partý eða stórir hópar þá getur það gerst og það er það sem ég hræddastur við á þessum tíma.“

Þórólfur vill því biðja landsmenn að sýna þolinmæði og huga vel að sóttvörnum og forðast hópamyndanir. Það komi jól eftir þessi jól

„Látum það bara vera núna í aðdraganda jólanna að þessu sinni, það koma fullt af jólum og aðventum eftir þetta þar sem við getum tekið aftur upp þennan gamla góða sið okkar, en núna akkúrat er það bara ekki viðeigandi ef við viljum halda þessum smitum niðri. Við getum ekki bæði haldið venjulega aðventu með öllu sem því fylgir og haldið smitunum niðri, það verður eitthvað undan að láta.“

Eins bendir hann fólki á að reyna að ferðast sem minnst milli landshluta. Nú sé stutt í land þar sem bóluefni færist nær og nær og glittir í endan á kóvinu. Við þurfum bara að bíða aðeins lengur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“