fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sendiherra Íslands í Moskvu afhenti Putin trúnaðarbréf

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 20:00

mynd/Facebook síða sendiráðsins í Rússlandi (samsett)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiherra Íslands í Moskvu, Árni Þór Sigurðsson, afhenti í gær Vladimir Putin Rússlandsforseta trúnaðarbréf sitt, líkt og hefð er fyrir.

Á vef utanríkisráðuneytisins segir að athöfnin hafi farið fram í Kremlarhöll í Moskvu og hafi samtals 19 sendiherrar afhent trúnaðarbréf sín. Af því tilefni hafi Putin flutt ávarp og fjallað stuttlega um samskipti Rússlands og hvers ríkis fyrir sig. Mun Putin hafa sagt um samskipti Íslands og Rússlands að efla þyrfti tengsl landanna, bæði tvíhliða og í gegnum svæðisbundna samvinnu. Nefndi hann sérstaklega að Ísland færi nú með formennsku í Norðurskautsráðinu, en Rússar munu taka við formennskunni næsta vor. Þá nefndi Putin mikilvægi samstarfs á sviði hátækni og þróunar á sviði sjávarútvegs og nýtingar sjávarafurða, hönnunar, fiskiskipa og að á sviði jarðhita og landbúnaðar væru einnig tækifæri, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Sendiráð Íslands í Rússlandi er ein 26 sendiskrifstofa Íslands í 21 ríki. Auk Rússlands eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í umdæmi sendiherrans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa