fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Martröð Gary Martin á Tenerife – Læstur inni og búið að setja borða fyrir hurðina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin framherji ÍBV í Lengjudeild karla er læstur inni á hótelherbergi á Tenerife og búið er að setja borða fyrir hurðina á herberginu.

Gary greindist með COVID-19 veiruna við komuna til Tenerife en hefur hingað til ekki fundið fyrir einkennum ef marka má Instagram reikning hans.

Gary ætlaði til Tenerife að æfa með vini sínum Troy Williamsson sem er boxari. Gary greindist með veiruna á landamærum Tenereife en Troy ekki. Þeir sitja nú fastir á hótelinu.

Þeir félagar mega ekki yfirgefa herbergið á hóteli sínu, heldur sitja þar öllum stundum og búið er að setja borða fyrir hurðina hjá þeim. Öryggisvörður labbar svo framhjá íbúð þeirra á tveggja klukkustunda fresti og athugar hvort þeir séu ekki á sínum stað.

Þeir félagar hafa nú dvalið í þrjár nætur á hótelinu og ljóst er að þær verða hið minnsta tíu. Gary Martin er væntanlegur til landsins snemma á næsta ári en samkvæmt heimildum 433.is stefnir allt í að hann spili áfram með ÍBV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“