fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Starfsmaður Akureyrarbæjar sagður hafa neytt 11 ára dreng úr bol og buxum og slegið hann í andlit

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 14:30

Giljaskóli á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að hafa föstudaginn 26. apríl í fyrra veist að 11 ára drengi í íþróttamiðstöðinni í Giljaskóla á Akureyri. Mun maðurinn hafa neytt drenginn úr bol og buxum og að því loknu slegið drenginn í andlitið með flötum lófa.

Er maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í opinberu starfi og broti gegn barnaverndarlögum. Ef opinber starfsmaður gerist sekur um refsilagabrot með athæfi sem telja má misnotkun á stöðu hans, hefur dómari heimild til þess að bæta við refsingu allt að helmingi hennar.

Við líkamsárás liggur allt að sex mánaða fangelsisdómur, sem yrði þá 9 mánuðir ef brotið er framið í opinberu starfi. Við brotinu á barnaverndarlögum sem maðurinn er ákærður fyrir liggur allt að þriggja ára fangelsi.

Í ákærunni kemur fram að Héraðssaksóknari krefjist þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ekki er að sjá á ákærunni að nein einkaréttarkrafa sé gerð af hálfu forráðamanna drengsins fyrir hans hönd.

Í svari við spurningu DV segir Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar, að maðurinn hafi ekki starfað í íþróttamiðstöðinni í Giljaskóla frá vori 2019. „Akureyrarbæ er hins vegar óheimilt að upplýsa hvernig/hvort bærinn brást við [umræddu] atviki, þar sem [maðurinn] er ekki einn af æðstu stjórnendum bæjarins,“ segir Halla í svari sínu. Vísar hún jafnframt til upplýsingalaga.

Þá er það tekið fram að Akureyrarbær hafði ekki vitneskju um að atvikið hafi leitt til dómsmáls.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð