fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Segja Guðmund hafa selt Jóni lagerinn á spottprís skömmu fyrir gjaldþrot – Kennitöluflakksmál óalgeng í kerfinu

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 13:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Þ. Gunnlaugsson fyrir skilasvik og Jón Ólaf Magnússon fyrir peningaþvætti vegna viðskipta þeirra með lagers fyrirtækis Guðmundar, Pro Sport ehf.

Guðmundur, sem átti og rak félagið Pro Sport ehf., er í ákærunni sagður hafa selt lagerinn til Jóns, sem á og rekur félagið Komasvo ehf. á miklu undirverði. Í fyrirtækjaskrá er atvinnugrein Pro Sport ehf. sögð hafa verið smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Pro Sport var stofnað árið 2003. Komasvo ehf. er sagt stunda „aðra blandaða smásölu,“ og var stofnað 11. mars 2019.

Vörulagerinn var í mars 2019 metinn á 32 milljónir. Hjá Pro Sport ehf. var lagerinn veðsettur Íslandsbanka með þremur tryggingabréfum, samtals að upphaflegu verðmæti rúmra 27 milljóna. Þau lán voru frá árinu 2006, 2007 og 2012 og voru verðtryggð. Í mars 2019, aðeins örfáum dögum eftir að Komasvo ehf. var stofnað hjá Fyrirtækjaskrá, seldi Pro Sport ehf. lagerinn til Komasvo ehf. fyrir 11 milljónir, eða aðeins um þriðjung af verðmæti lagersins, að því er segir í ákærunni.

11 milljónirnar notaði Guðmundur hjá Pro Sport ehf. til þess að borga hluta láns fyrirtækisins hjá Íslandsbanka. Fyrst með 5,5 milljóna greiðslu í byrjun júní í fyrra, og svo með annarri eins greiðslu í júlí. Félagið fór í þrot þann 12. júní 2019.

Með því að selja veðsettan lager er Guðmundur í ákærunni sagður hafa skert tryggingu Íslandsbanka að miklum mun og rétt bankans og annarra lánardrottna til að öðlast fullnægju af eignum Pro Sport ehf.

Þá er Jón Ólafur ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa keypt A-lager Pro Sport ehf., fyrir hönd Komasvo ehf., þó að honum væri kunnugt um að lagerinn væri veðsettur, og að kaupverðið væri langt undir markaðsvirði hans. Með þessu er Jón sagður hafa aflað sér rúmra 21 milljóna og aðstoðað Guðmund við að koma eignum Pro Sport ehf., undan fullnustu kröfuhafa félagsins.

Samkvæmt heimildum DV er afar fátítt að ákært sé fyrir skilasvik, en yfirleitt lyktar slíkum málum með riftunarkröfu þrotabús og með einkamálum.

Í fyrri útgáfu fréttar sagði að málið hafi þegar verið þingfest, hið rétta er að málið verður þingfest í desember og hafa hinir ákærðu í málinu því eðli máls samkvæmt ekki tekið afstöðu til ákærunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu