fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska tískuvörufyrirtækið Hermés hefur í hyggju að reisa einn af stærstu krókódílabúgörðum Ástralíu í Northern Territory. Þar er ætlunin að vera með um 50.000 saltvatns krókódíla sem verður síðan slátrað til að hægt sé að nota húð þeirra í lúxusvarning á borð við töskur og skó. Yfirvöld í Northern Territory hafa samþykkt fyrirætlanir Hermés en dýraverndunarsamtök eru allt annað en sátt við þær.

Dýraverndunarsamtök hafa bent á að önnur tískufyrirtæki séu hætt að nota húð framandi dýra vegna þess hversu grimmdarlegt það er. The Guardian skýrir frá þessu. Lögmenn dýraverndunarsamtaka sögðu blaðinu að þeir hafi áhyggjur af velferð krókódílanna og segja að það sé ekki „lengur í tísku“ að rækta dýr til að nota þau í lúxusvarning.

Northern Territory gegnir stóru hlutverki í að sjá heimsbyggðinni fyrir húð krókódíla en þar eru fyrir margir krókódílabúgarðar í eigu stórra tískuvörufyrirtækja. Stjórnvöld í ríkinu hafa nú þegar veitt heimild fyrir nýja búgarðinum. Þar er reiknað með um 30 starfsmönnum og að byrjað verði með 4.000 krókódíla en þeim verði fjölgað upp í 50.000 með tímanum. ABC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik