fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Umhverfisráðherra vill að gler verði endurunnið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frumvarpi, sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, hyggst leggja fram í desember verður Endurvinnslunni gert kleift að endurvinna gler. Fram að þessu hefur gler ekki verið endurunnið hér á landi en samkvæmt Evróputilskipun er skylt að endurvinna minnst 60 prósent af gleri og árið 2035 fer hlutfallið upp í 75 prósent.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðmundi Inga að við stöndum okkur vel hvað varðar endurvinnslu annarra drykkjarvöruumbúða en ekki hvað varðar gler. „Ég er nú með í bígerð lagafrumvarp þar sem við erum að gera Endurvinnslunni kleift að fara í endurvinnslu á gleri. Það þarf að hækka umsýslugjald til þeirra til að það sé hægt. Ég hyggst ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ sagði hann.

Í umfjöllun um úrgang og endurvinnslu að undanförnu hefur komið fram að stór hluti plasts er ekki endurunninn heldur sendur til Svíþjóðar þar sem plastið er brennt. „Sumt plast er óendurvinnanlegt og þá er betra að brenna það en að urða, en það mikilvægasta er að það sem raunverulega getur farið í endurvinnslu af plasti fari í endurvinnslu. Annað er óásættanlegt,“ sagði Guðmundur Ingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda