fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Vísindamaður útskýrir hvað gerist þegar við deyjum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 05:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sam Parnia, læknir og yfirmaður gjörgæslu- og endurlífgunardeildar NYU Langona sjúkrahússins í New York þekkir vel til dauðans og þess sem gerist þegar fólk deyr. Hann segir að fólk sem hafi verið við dauðans dyr lýsi því oft að það hafi hitt látna ættingja sína en segir að slíkur vitnisburður sé ekki sönnun þess að líf bíði okkar eftir dauðann. Hann ræddi andlát og undanfara þeirra nýlega í Oz Talk.

„Dauðinn er ferli, ekki svört og hvít stund,“ sagði hann. „Lokaniðurstaðan er að minna súrefni berst til heilans þegar við erum að deyja og það veldur því að heilinn fer að slökkva á sér og við missum samband við umheiminn. Þegar hjartað stoppar, slökknar á öllum lífsmerkjum því ekkert blóð berst til heilans, nýrnanna og lifrarinnar og við verðum líflaus og hreyfingarlaus. Þetta er stundin sem læknar úrskurða okkur látin,“ sagði hann einnig.

Parnia, sem hefur komið að mörgum rannsóknum um dauðann og skrifað bækur um hann sagði einnig að það væri ákveðið ferli í heilanum sem veldur því að fólk, sem hefur verið við dauðans dyr, vill gjarnan deyja aftur. „Fyrir stærstan hluta fólks þá er það ekki óþægileg upplifun að deyja. Fyrir þau okkar sem deyja eðlilegum dauða er dauðaferlið mjög þægilegt, það fylgir því sæla, friðsemd, jafnvel þótt við höfum þjáðst áður en að dauðanum kemur. Fólk lýsir tilfinningu um birtu, hlýju og ljós sem laðar það að sér,“ sagði hann og bætti við að margir lýsi því að þeir hafi hitt látna ættingja, eins og þeir hafi komið til að bjóða fólk velkomið. Margir hafi sagt að þeir hafi ekki viljað snúa aftur til lífsins því dauðinn sé svo þægilegur og hann sé eins og segull sem dragi fólk til sín.

Hann sagði einnig að margir lýsi því að þeim hafi fundist þeir yfirgefa líkama sinn og hafi horft á lækna og hjúkrunarfólk sinna því. Fólk heyri það sem er sagt og muni þau samtöl sem fara fram nærri því. Hann sagði að vísindalegar skýringar væru til á þessu og þetta sé ekki sönnun fyrir lífi eftir dauðann heldur sé líklegra að heilinn sé að skanna sjálfan sig og að það sé liður í viðleitni hans til að lifa af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm