fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Situr eftir með kostnað eftir svikulan leigjanda á Akureyri – Sagðist vera með krabbamein – Borgaði ekki en skemmdi húsgögn og veggi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 21:50

Kaspar Cichocki. Mynd;: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kasper Cichocki er Pólverji sem býr á Akureyri og hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Kasper telur sig illa svikinn af einum samlanda sínum sem hann leigði herbergi á Akureyri. Kasper hefur fjallað um málið í nokkrum Facebook-hópum og varað við leigjandanum. Frásögn hans er nokkurn veginn svona (breytt lítillega vegna persónuverndarsjónarmiða):

„Mig vantar aðstoð við að finna þennan einstakling, og á sama tíma vara við honum. Þann 7. október flutti hann inn í herbergi sem ég er að leigja út. Viku eftir að hann skrifaði undir leigusamninginn segir hann mér að hann hafi verið að greinast með krabbamein og hafi misst vinnuna, (sem var lygi) svo hann getur ekki borgað leiguna, þarna er hann ekki ennþá búinn að skila inn tryggingunni heldur, en lofar að borga í næstu viku. 4 nóvember sendi ég honum skilaboð til að minna hann á að borga, en aldrei barst greiðslan.
Í dag bankaði ég upp á hjá honum til að reyna að fá leiguna borgaða, en fann herbergið tómt, búið að eyðileggja húsgögn og veggi. Ég hef upplýsingar frá nágrönnum hans að hann var í herberginu í gær. Nú er hann búinn að blocka mig á facebook og slökkt á símanum hans.
Ef þið vitið eitthvað um þennan mann, hvar hann heldur til að hvar hann vinnur núna, endilega sendið mér skilaboð!“
Kasper birtir mynd af manninum og nafn hans og varar við honum.

Ósáttur við áhugaleysi lögreglunnar

Kasper segir í samtali við DV að hann hafi eytt miklum tíma í að rannsaka manninn og tilkynnt athæfi hans til lögreglunnar en lögreglan sýni málinu því miður lítinn áhuga. Segist hann hafa komist að því sjálfur að maðurinn sé fluttur til Reykjavíkur, hafa komist að því hvar hann heldur til og sent allar upplýsingar um málið til lögmanns síns.

„Hann yfirgaf herbergið í 200 þúsund króna skuld við mig fyrir utan skemmdirnar sem hann hefur hvorki greitt fyrir né látið mig vita af. Hann einfaldlega fór án þess að láta vita af sér eftir að ég gaf honum lokaviðvörun varðandi greiðslur. Hann laug að mér í þrjár vikur að hann væri veikur, að hann væri með krabbamein, en það eru hreinar lygar, ég hef fengið það staðfest í samtölum við fjöldann allan af fólki á Akureyri. Hann hefur stolið af mörgum öðrum og svikið fé út úr fólki. Hann er yfirleitt með svipaðar afsakanir og hann virðist hafa týnt sér í eigin lygavef.“

Kasper segist vera að bíða eftir því að lögreglan hafi samband við hann því skemmdir eftir manninn séu lögreglumál, auk þess sem hann ætli að höfða einkamál á hann.

Segir Kasper að maðurinn hafi svikið og blekkt um 15 manns á Akureyri undanfarna tvo mánuði.

„Lögreglan gerir ekkert í málinu en ég hef fengið upplýsingar um að hann sé að reyna að flýja til Póllands. Hann er með bókað flug til Varsjá þann 14. nóvember,“ segir Kasper og vonar að för mannsins verið stöðvuð.

„Mér finnst ennþá verra að hann skuli vera Pólverji því hann kemur óorði á samlanda mína,“ segir Kasper en umræddur maður segist hafa búið á Íslandi undanfarin 12 ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife