fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Íslensk jólahefð vekur mikla athygli erlendis – Segir að um lygi sé að ræða

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlinum Reddit hefur íslensk jólahefð vakið mikla athygli. Íslendingar á samfélagsmiðlinum eru þó ekki allir sammála um að um hefð sé að ræða.

Umræðan hófst er færslu var deilt inn á svæði fyrir áhugaverða hluti á Reddit en tæpar þrjár milljónir manna fylgjast með svæðinu. Í færslunni sem um ræðir var talað um jólabókaflóðið. „Á Íslandi gefur fólk bækur á aðfangadagskvöldi. Síðan eyðirðu kvöldinu í rúminu að lesa bækurnar og borða súkkulaði,“ segir í færslunni sem hefur fengið mikla athygli. Þá er einnig sagt að flestar bækur séu seldar frá september og fram í nóvember þar sem fólk er að undirbúa hátíðirnar.

Á íslenska svæðinu á Reddit eru ekki allir sammála um ágæti færslunnar sem um ræðir. „Kanarnir að ljúga meira og meira,“ segir einn Íslendingur sem deilir upphaflegu færslunni. „Þetta er samt alveg rétt? Held ég hafi upplifað tvenn jól sem ég fékk enga bækur í jólagjöf og það var alveg glatað,“ segir einn Íslendingur sem er ósammála um að um lygi sé að ræða.

„Þetta er bara hárrétt, allavega á mínu heimili. Súkkulaði og allt,“ segir annar. „Það má vel vera að þetta sé frekar ýkt en samt… er þetta svo slæmt? Það eru til verri mýtur um landið og verri sannleikar. Þetta hljómar nú frekar milt og krúttlegt,“ segir síðan enn annar.

Another reason to move to Iceland from Damnthatsinteresting

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“