fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Stofnuðu Cirkus í miðjum heimsfaraldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 16:20

Guðlaugur Aðalsteinsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, við vorum að stofna stofu. Veit ekki hvort það er gáfulegt í miðjum heimsfaraldri. Hvað þá að stofna Cirkus. Það er kannski glapræði í augnablikinu,“ segir Guðlaugur Aðalsteinsson, eldhress og sposkur, í spjalli við DV.

Margir hafa rekið augun í skemmtilegar auglýsingar í dag þar sem þekktar íslenskar vörur eru settar í erlendan búning, útkoman er fyndin og sláandi. Um er að ræða átakið Íslenskt skiptir máliHönnuðir herferðarinnar er nýstofnuð auglýsingastofa, Cirkus, sem hefur aðstetur í Kringlunni 4-6.

„Ég ber titilinn Cirkusstjóri. Hér er líka akróbat og skeggjuð kona,“ segir Guðlaugur og heldur áfram að slá á létta strengi. Starfsmenn hinnar nýstofnuðu stofu eru þrír en fólkið starfaði áður allt á Íslensku auglýsingastofunni sem fór í þrot.

„Íslenska fór í þrot og þá voru góð ráð dýr. Við vonum að við komum standandi á báðum fótum út úr faraldrinum því annars verðum við að fara með skottið á milli lappanna, banka upp á hjá einhverri auglýsingastofu og biðja hana um að taka við okkur,“ segir Guðlaugur.

Auglýsingaherferðin skemmtilega er í samvinnu við Sælgætisgerðina Freyju, Nóa Síríus, MS, Kjörís, Gæðabakstur og Ölgerðina. „Við nálguðumst þau að fyrra bragði og kynntum þessa hugmynd fyrir þeim og vorum með fast verð á öllu saman. Þau slógu til,“ segir Guðlaugur, en í anda inntaks herferðarinnar er lögð áhersla á birtingar á auglýsingunum í íslenskum miðlum, Fréttablaðinu og netmiðlum, en síður í alþjóðlegum samfélagsmiðlum.

Aðspurður hvort áherslan hjá Cirkus verði á svona einfaldar hugmyndir sem hitti í mark, segir hann: „Ég veit það ekki, en við viljum endilega leggja áherslu á góðar hugmyndir. Við höfum gert allan fjandann í gegnum tíðina, allt frá stórum auglýsingaherferðum niður í lítil samfélagsmiðlaplott.“

Þess má geta að leturhönnun auglýsinganna er íslensk, frá Gunnari í Wordtype.

Guðlaugur segir að Cirkus-liðar kunni vel við sig í Kringlunni. „Hér er frábært útsýni og ég held ég sjái til Grænlands út um gluggann, en  það gæti verið misskilningur.“

Cirkus er þegar komin með nokkra viðskiptavini en starfsmenn eru ekki margir og rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs