fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Jota reyndist hetja Liverpool í sigri á West Ham

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 31. október 2020 19:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann 2-1 sigur á West Ham United í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Diogo Jota skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Leikið var á Anfield í Liverpool.

West Ham komst yfir í leiknum á 10. mínútu með marki frá Pablo Fornals.

Stuttu fyrir hálfleik fékk Liverpool vítaspyrnu eftir að brotið var á Mohamed Salah innan vítateigs. Salah tók spyrnuna sjálfur og jafnaði metin fyrir heimamenn.

Á 77. mínútu kom Diogo Jota boltanum í netið fyrir Liverpool. Markið var hins vegar dæmt af eftir að Chris Kavanagh, dómari leiksins, skoðaði aðdraganda marksins í VAR-sjánni og dæmi brot á Sadio Mané.

Leikmenn Liverpool neituðu hins vegar að gefast upp. Á 85. mínútu átti Shaqiri sendingu inn fyrir vörn West Ham, sendingin rataði á Diogo Jota sem kom Liverpool yfir.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, lokatölur 2-1 sigur Liverpool. Sigurinn kemur Liverpool í 1. sæti deildarinnar með 16 stig. West Ham United er í 13. sæti deildarinnar með 8 stig.

Liverpool 2 – 1 West Ham United
0-1 Pablo Fornals (’10)
1-1 Mohamed Salah (’42, víti)
2-1 Diogo Jota (’85)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Í gær

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Í gær

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni