fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Erlend kona segist ráðþrota á götunni: Íslenski eiginmaðurinn hafi trompast þegar framhjáhald við nágrannann kom í ljós – „Hann hótaði að drepa okkur“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 31. október 2020 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marokkósk kona opnaði sig um erfitt ástand sitt á Íslandi á samfélagsmiðlinum Reddit. Hún birti færslu í flokknum sambandsráðgjöf (e. relationship advice) og talaði um hvernig íslenskur eiginmaður hennar hafi gert hana heimilislausa með því að reka hana af heimili þeirra.

„Ég er 33 ára kona frá Marokkó. Árið 2018 giftist ég íslenskum eiginmanni mínum og í ár flutti ég til Íslands. Núna glími ég við stórt vandamál, en ég er heimilislaus. Eiginmaðurinn minn henti mér út. Ég á mér engan samastað og hann hótar að senda mig úr landi.“

Hún segir að ástæðan fyrir því að eiginmaðurinn hafi rekið hana út hafi verið framhjáhald hennar með nágranna þeirra. Hún vill meina að eiginmaður sinn hafi ekki sinnt sér og ætlast til þess að hún myndi einungis vera húsmóðir. Síðan hafi hún kynnst nágranna þeirra sem kunni móðurmál hennar og þau orðið ástfangin. Að lokum hafi eiginmaðurinn komist að þessu, rekið hana að heiman og hótað að senda hana úr landi.

„Þetta byrjaði allt vegna þess að hann var alltaf að vinna, fara í göngutúra og tala við vini sína á Whatsapp í marga klukkustundir í senn. Hann bjóst við því að ég myndi einungis lifa sem húsmóðir, án þess að starfa við nokkurn skapaðan hlut.

Stundum fór ég sjálf í göngutúr og þá kynntist ég nágranna mínum, en hann talaði arabísku. Það var frábært að kynnast einhverjum sem ég gat talað við á móðurmálinu. Ég neyddist til þess að tala ensku við eiginmann minn, þar sem að íslenska er mjög flókið tungumál.

Ég og nágranninn minn enduðum á því að verða ástfangin, vegna þess að eiginmaðurinn minn var aldrei til staðar. Hann komst þó að framhjáhaldinu og spurði mig út í það. Ég viðurkenndi framhjáhaldið, en sagði að það væri honum að kenna. Hann sagði mér að fara og segist ætla að senda mig úr landi.“

„Hann hótaði að drepa okkur“

Mikil umræða hefur myndast í kringum færslu konunnar og margar mismunandi skoðanir á ástandi hennar hafa verið settar fram. Sumir bjóða henni góð ráð, en aðrir segja að hún megi sjálfri sér um kenna.

Nokkrir í kommentakerfinu hafa spurt hvort hún geti ekki búið hjá þessum elskhuga sínum, því svarar hún: „Hann hótaði að drepa okkur bæði ef ég myndi gera það.“

Þá var konan einnig spurð hvort hún hefði áhuga á að fara aftur til Marokkó, hún sagði svo ekki vera.

„Ísland er betra fyrir mig. Fjölskyldan mín myndi skammast sín ef ég myndi snúa aftur til heimalandsins.“

Einnig hafa einhverjir bent henni á að hafa samband við lögregluna og/eða önnur úrræði sem eru í boði hér á landi. Konan virðist hafa tekið vel í það og sagðist jafnvel ekki þurfa að eiga við eiginmann sinn lengur.

„Elskhugi minn hefur haft samband við lögregluna. Við munum ekki lengur þurfa að lifa í ótta við þetta skrímsli.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“
Fréttir
Í gær

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“