fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Sauð upp úr á fótboltavellinum – Tvær konur veittust að 8 ára dreng og drógu hann upp í bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. október 2020 19:22

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið 2019 voru tvær konur sakfelldar við Héraðsdóm Norðurlands eystra fyrir að hafa tekið 8 ára dreng með valdi upp í bíl til sín og ekið honum heim til móður sinnar. Voru konurnar sakaðar um að hafa sýnt barninu ruddalega og vanvirðandi framkomu og þar með brotið gegn barnaverndarlögum.

Til átaka hafði komið á fótboltavelli og sakaði konan sem átti frumkvæðið að brottnámi drengsins hann um að hafa lagt dóttur sína í einelti.

Drengnum og konunum bar ekki saman um atvikið og lýstu þær hegðun sinni sem miklu hófstilltari en drengurinn sem sagði að þær hafi verið reiðilegar og dregið hann inn í bíl. Framburður eldri barna sem urðu vitni að atvikinu var konunum í óhag. Drengurinn hringdi í neyðarlínu og af því samtali þótti sannað að önnur konan hefði öskrað á hann.

Konan sem hafði frumkvæði í málinu hafði árið 2010 verið dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Konan sem sökuð var um hlutdeild í málinu og var með henni í bílnum hafði verið sakfelld fyrir þjófnað árið 2007 og umferðarlagabrot árið 2017.

Niðurstaða héraðsdóms í fyrra var að önnur konan, sú sem harðar gekk fram og hafði frumkvæði að ofbeldinu gegn drengnum, var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en hin konan fékk 30 daga skilrorðsbundið fangelsi. Fyrrnefnda konan var dæmd til að greiða drengnum 600 þúsund krónur í skaðabætur og hin konan 100 þúsund krónur.

Konurnar áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í dag, föstudaginn 30. október, að dómur héraðsdóms skyldi standa óraskaður.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“