fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

„Það fer í taugarnar á mér“ segir hann um sögusagnirnar

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 31. október 2020 16:30

Kalidou Koulibaly.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum götublaða á Englandi þá gæti senegalski varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli á Ítalíu, verið á leiðinni til Liverpool í janúar. Liverpool glímir nú við skort á miðvörðum eftir að Virgil van Dijk meiddist í leik liðsins gegn Everton. Varnarsinnaði miðjumaðurinn Fabinho hefur spilað í miðverðinum í síðustu leikjum með fínum árangri en breiddin í vörninni hjá Liverpool er ekki nógu mikil.

Sadio Mané, leikmaður Liverpool, er frá Senegal líkt og Koulibaly. Mané segir að hann verði ánægður ef landi hans gengur til liðs við Liverpool. „Ég verð mjög ánægður ef ég fæ að spila með honum þar sem ég hef þekkt hann í mörg ár. Ekkert félag myndi ekki vilja hafa Koulibaly í liðinu sínu,“ sagði Mané.

Koulibaly er þó ekki ánægður með þessa orðróma. „Ég hef aldrei talað við Napoli um að fara þaðan,“ sagði Koulibaly þegar hann var spurður út í sögusagnirnar um að hann væri á förum. „Ég vil bara hugsa um að spila. Það fer í taugarnar á mér að heyra að ég sé að fara, á hverjum degi, í þetta og hitt félagið í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið