fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Saka Rússa um að standa fyrir hræðsluáróðri gegn bóluefni við kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 19:00

Ein af umræddum myndum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með „apa-herferð“ reyna Rússar að búa til vantraust á bóluefnið sem vísindamenn við Oxford háskóla og hjá lyfjafyrirtækinu Astrazeneca vinna nú að en það er það bóluefni sem margir binda mestar vonir við.

Þetta kemur fram í umfjöllun The Times. Sem dæmi er nefnt að mynd, sem sést hér fyrir neðan, eigi að sýna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ganga eftir Downing Street með rauða möppu frá Astrazeneca undir handleggnum. Búið er að setja andlit snjómannsins hræðilega á Johnson.

Önnur mynd, sem einnig sést hér fyrir neðan, sýnir apa í slopp frá Astrazeneca með sprautu í höndinni. Sú þriðja sýnir fólk sem fer inn í tjald til að fá bólusetningu en kemur út hinum megin sem abar og górillur. Einnig eru til myndbönd með sama boðskap, að breska bóluefnið breyti fólki í apa.

The Times segir að þetta „áróðursefni“ hafi verið nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum og jafnvel heimasíðum nokkurra fjölmiðla. Segir blaðið að þetta sé hluti af herferð Rússa sem er ætlað að draga úr trú og trausti fólks á breska bóluefninu. Blaðið segir að ekki liggi fyrir hvort þessi herferð hafi verið sett af stað eftir fyrirmælum frá Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en blaðið segist hafa sannanir fyrir að rússneskir embættismenn tengist henni.

Blaðið sýndi Jake Wallis, sérfræðingi í rangri upplýsingamiðlun hjá Australian Strategic Policy Institute, þau gögn sem blaðið aflaði. Hann sagðist telja að hér væri um „vel skipulagða og vel fjármagnaða herferð“ að ræða.

Ein af umræddum myndum.

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt herferðina vera auma tilraun til að dreifa röngum upplýsingum og að Moskva „eigi sér sögu með að dreifa röngum upplýsingum“.

„Þetta er mjög alvarlegt, þetta er tilraun til að hindra vinnuna við að finna öruggt bóluefni,“

sagði ráðherrann.

Herferðin á að sögn að beinast sérstaklega að ríkjum þar sem Rússar reyna að ota eigin bóluefni gegn kórónuveirunni að stjórnvöldum. Þetta eru til dæmis Indland, Brasilía og Sádi-Arabía.

Rússar hafa vísað þessu á bug og vilja ekkert kannast við herferðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

NFL-deildin sögð hafa verið skotmark fjöldamorðingjans

NFL-deildin sögð hafa verið skotmark fjöldamorðingjans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konan með „stærstu varir í heimi“ — Svona leit hún út fyrir allar aðgerðirnar

Konan með „stærstu varir í heimi“ — Svona leit hún út fyrir allar aðgerðirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óvænt tíðindi af tungunni

Óvænt tíðindi af tungunni