fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Charlie Hebdo veður í Erdogan – Skopmynd af forsetanum á forsíðu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 07:00

Þetta er forsíðan sem Tyrkir eru ósáttir við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkir eru ævareiðir vegna forsíðu nýjasta tölublaðs franska ádeiluritsins Charlie Hebdo en skopmynd af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, prýðir forsíðuna. Á myndinni er hann að drekka bjór og lyftir upp kjól múslímskrar konu svo það sést í afturenda hennar. Fyrirsögnin á forsíðunni er: „Erdogan: Í einkalífinu er hann mjög skemmtilegur“. Ljóst er að myndin mun ekki verða til að draga úr ágreiningi Tyrkja og Frakka.

Erdogan hefur verið harðorður í garð Frakka að undanförnu og hefur meðal annars sagt að Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, eigi að fara í geðrannsókn vegna meðferðar hans á múslimum í Frakklandi. Hann hefur einnig hvatt Tyrki til að sniðganga franskar vörur. Erdogan segir Macron vera mjög fjandsamlegan í garð múslima.

Talsmaður Erdogan segir að Charlie Hebdo standi fyrir „menningarlegum rasisma“ með myndbirtingunni.

„Við fordæmum þessa viðbjóðslegu tilraun blaðsins til að breiða út menningarlegan rasisma og hatur. Andmúslímsk stefna Macron forseta ber árangur!“

skrifaði talsmaðurinn, Fahrettin Altun, á Twitter.

Deilurnar hófust í kjölfar hins hrottalega morðs á kennaranum Samuel Paty í París. Hann var myrtur vegna þess að hann sýndi nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Múhameð í kennslu um tjáningarfrelsið. Í kjölfarið hafa frönsk stjórnvöld sett ný lög til að berjast gegn „aðskilnaðarstefnu íslamista“. Macron hefur einnig heitið því að verja tjáningarfrelsið sem heimilar einmitt blöðum eins og Chalie Hebdo að birta teikningar af spámanninum Múhameð og nú Erdogan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?