fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Chelsea vann í Rússlandi

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 19:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Chelsea átti ekki í vandræðum er liðið vann 0-4 útisigur á Krasnodar í Rússlandi. Frönsku meistararnir í PSG unnu síðan 0-2 sigur á tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir.

Krasnodar tók á móti enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í E-riðli. Chelsea fékk vítaspyrnu á 14. mínútu. Jorginho tók spyrnuna en brást bogalistin.

Fyrsta mark leiksins kom á 37. mínútu, þar var að verki Callum Hudson-Odoi sem skoraði eftir stoðsendingu frá Kai Havertz. Chelsea fékk síðan aðra vítaspyrnu á 76. mínútu, nú tók Timo Werner spyrnuna og hann kom Chelsea í stöðuna 0-2.

Hakim Ziyech bætti við þriðja marki Chelsea með marki á 80. mínútu og Christian Pulisic innsiglaði 0-4 sigur liðsins með marki á 90. mínútu.

Chelsea situr í 1. sæti riðilsins með 4 stig eftir 2 leiki.

 

Í H-riðli tók Istanbul Basaksehir á móti frönsku meisturunum í PSG. Moise Kean kom franska liðinu yfir með marki á 64. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni er hann innsiglaði 0-2 sigur PSG með marki á 79. mínútu.

PSG er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 3 stig eftir tvo leiki. Seinna í kvöld mætast Manchester United og RB Leipzig og úrslitin úr þeim leik gætu fært PSG neðar í riðlinum.

E-riðill
Krasnodar 0 – 4 Chelsea

0-1 Callum Hudson-Odoi (’37)
0-2 Timo Werner (’76)
0-3 Hakim Ziyech (’80)
0-4 Christian Pulisic (’90)

H-riðill 
Istanbul Basaksehir 0 – 2 PSG
0-1 Moise Kean (’64)
0-2 Moise Kean (’79)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?