fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Byrjunarlið Íslands: Sara Björk bætir leikjamet Katrínar Jóns

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 16:32

Ísland fagnar marki í undankeppninni á móti Lettum. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því sænska í Svíþjóð eftir tæpa klukkustund. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer á Englandi 2022.

Fyrri leikur Íslands og Svíþjóðar í undankeppninni fór fram á Laugardalsvelli þann 22. september. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Elín Metta Jensen skoraði mark Íslands eftir langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Ein breyting frá síðasta leik

Ein breyting er á íslenska liðinu frá því í síðasta leik. Hlín Eiríksdóttir kemur inn fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur sem er meidd. Hlín Eiríksdóttir er fædd árið 2000 og er þetta hennar 16. landsleikur.

Ungu leikmenn liðsins, Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir, sem slógu í gegn í fyrri leik liðanna eru allar í byrjunarliði.

Sara Björk Gunnarsdóttir mun í kvöld bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur, fyrrverandi fyrirliða liðsins. Leikurinn gegn Svíþjóð verður 134. landsleikur Söru Bjarkar.

Sigurliðið í góðri stöðu

Liðin eru í fyrsta og öðru sæti F riðils. Sigurliðið fer langt með að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Svíþjóð er á toppi riðilsins með 16 stig eftir sex leiki. Ísland er í öðru sæti með 13 stig eftir fimm leiki. Slóvakía og Ungverjaland eru með sjö stig og Lettland er án stiga.

Sigurliðið í hverjum riðli fer beint á EM. Þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti fara einnig beint á EM. Restin af þeim liðum sem enda í öðru sæti í sínum riðli fara í umspil um að komast í lokakeppnina.

Ísland tvisvar sigrað

Ísland hefur tvisvar sigrað Svíþjóð. Sigrarnir komu báðir á Algarve Cup. Síðast árið 2014 þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin í 2-1 sigri. Árið 2011 skoruðu Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir í leik sem einnig fór 2-1 fyrir Íslandi. Svíþjóð hefur sigrað 12 viðureignir liðanna og tveimur hefur lyktað með jafntefli.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending klukkan 17:00.

Byrjunarlið Íslands:

1 – Sandra Sigurðardóttir (M)
4 – Glódís Perla Viggósdóttir
5 – Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6 – Ingibjörg Sigurðardóttir
7 – Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði)
8 – Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11 – Hallbera Guðný Gísladóttir
14 – Hlín Eiríksdóttir
15 – Alexandra Jóhannsdóttir
16 – Elín Metta Jensen
23 – Sveindís Jane Jónsdóttir

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Í gær

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi