fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. október 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-síðan Refugees in Iceland deildi í dag færslu þar sem aðstæðum á Ásbrú í Reykjanesbæ er lýst og er lýsingin vægast sagt hræðileg. Í færslunni segir meðal annars að íbúar þar fái ekki mat nema þeir séu með grímu en þeim var einungis úthlutuð ein einnotagríma fyrir marga daga.

Á Ásbrú dvelja hælisleitendur en þar er búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar „Við erum að skrifa frá búðunum í Ásbrú, hlutirnir hérna eru ekki í lagi,“ segir í Facebook-færslunni. „Útlendingastofnun hefur á síðast liðinni viku skert réttindi okkar og frelsi til muna, sem bæði var af skornum skammti fyrir. Við megum ekki fara úr herberginu okkar nema við séum með grímu. Útlendingastofnun gaf okkur EINA GRÍMU á mann. Þessar grímur eru EINNOTA.“

Neitað um mat í þrjá daga

Í færslunni segir að íbúar á Ásbrú eigi að nota þessar einnotagrímurí marga daga. „Fyrir utan að það er heilsuspillandi og virki ekki sem skyldi þá eru dæmi um fólk sem hefur týnt þessari einu grímu eða hent þeim,“ segir í færslunni. Auk þess segir að fólkið sem er ekki lengur með grímuna sína fái ekki nýja grímu og því er því bannað að fara út úr herbergi sínu.

Þá segir einnig að búið sé að skerða fjármagn til innkaupa hjá fólkinu. Það fái nú aðeins 5.100 krónur fyrir hverja viku. „Það er búið að loka öllum sameiginlegum svæðum, þar með talið eldhúsinu. Það þýðir að við getum ekki útbúið okkar eigin mat. Við fáum mat tvisvar á dag og ef við mætum ekki í mat á fyrirfram ákveðnum tíma (frá 12 til 13 og frá 18-19) þá fáum við engan mat.“

Maturinn er sagður ekki vera við hæfi fyrir þá einstaklinga sem glíma við heilsufarsleg vandamál. „Til dæmis eru menn hérna sem er með sykursýki og þessi matur er að gera þá frekar veika. Einn af þessum mönnum sem er með sykursýki týndi grímunni sinni og öryggisverðirnir hér í Ásbrú eru búnir að NEITA HONUM UM MAT Í ÞRJÁ DAGA. Þeir vilja heldur ekki gefa honum nýja grímu. Við erum að bíða eftir að geta kvartað til Útlendingastofnunar vegna þessa en við höfum ekki náð í neinn þar alla helgina.“

„Það ætti að segja allt um ástandið“

Í færslunni segir að 105 manns búi nú í einni byggingu í Ásbrú og að fólkið þar upplifi sig sem fanga. „Öryggisverðirnir eru hérna til að halda okkur föngum, ekki til að „veita okkur öryggi“ eins og Útlendingastofnun heldur fram,“ segir í færslunni. „Við erum að þjást úr hungri þar sem ekki er nóg af mat auk þess sem hann er slæmur. Fólk er byrjað að biðja um að fá að fara aftur til Grikklands. Það flúði þangað til að öðlast meira öryggi hér. Það ætti að segja allt um ástandið í Ásbrú. Það þarf að loka því eða binda enda á einangrunina.“

Að lokum eru borinn upp spurning. „Af hverju getum við ekki notið sömu réttinda og aðrir sem búa á Íslandi?“ er spurt. „Við erum líka manneskjur. Við viljum lifa og dafna, við viljum leggja okkar af mörkum til samfélagsins.“

„Þetta gæti stafað af einhverju svoleiðis“

Áshildur Linnet, teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, ræddi við Fréttablaðið um málið og sagði að um tímabundnar takmarkanir væri að ræða á Ásbrú. Hún segir að í fyrstu bylgju Covid-19 faraldursins hafi verið gripið til sambærilegra takmarkana. „Auðvitað skynjum við að þetta er ekkert gleðiefni, að þurfa að undirgangast svona íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Ásthildur.

Samkvæmt Ásthildi stóð Rauði krossinn fyrir því að aðgangur að grímum yrði óheftur. Hún segir að samtökin hafi fengið þau svör frá Útlendingastofnun að það sé enn í gildi. Það stangast því á við frásögnina í færslunni um að aðgangurinn að grímum sé takmarkaður.

Ásthildur segir að vandamálið gæti stafað af því að erfitt er að miðla upplýsingum til íbúa á Ásbrú. „Eins og staðan er núna þá er mikilvægt að fólk fái upplýsingar á tungumáli sem það skilur,“ segir hún. „Þetta gæti stafað af einhverju svoleiðis, að það skiljist ekki almennilega, það sé ekki nógu skýrt eða eitthvað slíkt.“

Sjá nánar: Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Í gær

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnað rán í Vesturbænum

Vopnað rán í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún tjáir sig um stóra Kveiksmálið – „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“

María Sigrún tjáir sig um stóra Kveiksmálið – „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“