fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Uppgötvuðu nýjan hafstraum við Ísland – „Iceland-Faroe Slope Jet“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 07:00

Iceland-Faroe Slope Jet. Mynd: Úr rannsókninni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn voru tvær nýjar rannsóknir birtar í Nature Communications. Þær snúast um nýjan hafstraum, sem uppgötvaðist nýlega, á milli Íslands og Færeyja. Það er ekki hversdagslegur atburður að hafstraumar uppgötvist og hvað þá að þeir tengist Íslandi.

Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið um helgina. Fram kemur að Stefanie Semper, doktorsnemi við Bjerknessenteret í loftslagsrannsóknum og háskólann í Bergen sé aðalhöfundur annarrar rannsóknarinnar.

„Við höfum komið nýjum hafstraumi á kortið. Einfaldlega,“

er haft eftir Semper.

Hafstraumar skipta miklu fyrir loftslagið og er þar auðvitað nærtækt að nefna Golfstrauminn sem flytur heitan sjó frá suðlægum slóðum hingað á norðlægari slóðir, að ströndum Íslands, í Grænlandshaf og Noregshaf. Golfstraumurinn er gríðarlega þýðingarmikill hvað varðar loftslagið hér á norðurslóðum. Hann streymir hingað norður, sekkur og fer síðan aftur suður á bóginn. Nýuppgötvaði hafstraumurinn, sem liggur frá Íslandi til Færeyja, leggur sitt af mörkum í þessari hringrás. Hann hefur fengið nafnið „Iceland-Faroe Slope Jet“. Þessi hafstraumur liggur djúpt og flytur mjög kaldan og þungan sjó. Haft er eftir Semper að hann sé hluti af því kerfi sem skilar heita sjónum, sem berst hingað norður, aftur á suðlægari slóðir.

Rannsókn hennar beindist að því að finna og kortleggja þennan hafstraum en hin rannsóknin beindist að því að finna út hvar hann á upptök sín. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að upptökin séu í Grænlandshafi.

Haft er eftir Semper að það sé mikilvægt að skilja hvaðan sjórinn komi því þetta skipti miklu máli fyrir þekkingu okkar á loftslagsmálum. Hafstraumarnir geta breyst vegna loftslagsbreytinganna og haft áhrif á streymi heits sjávar í Norður-Atlantshafið. Ekki er enn vitað með vissu hvaða áhrif það mun hafa en unnið er að rannsóknum á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi