fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Enn er Andrew prins í kastljósinu vegna meints kynferðisofbeldis – „Baðkarið er einfaldlega of lítið“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 05:30

Andrés prins í viðtali við BBC.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Bretaprins hefur verið í kastljósinu undanfarin misseri vegna tengsla hans við bandaríska auðkýfinginn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Í 417 blaðsíðna yfirheyrslu yfir Ghislaine Maxwell, sem er vinkona prinsins og fyrrum starfsmaður og unnusta Epstein, koma fram nýjar og áður óbirtar upplýsingar um meint kynferðisofbeldi Andrew gegn barnungri stúlku. Það var dómari í New York sem heimilaði nýlega að yfirheyrslan yrði birt. Yfirheyrslan fór fram árið 2016 en hefur ekki verið gerð opinber fyrr en nú.

Klukkan fimm að morgni, dag einn árið 2015, sendi Andrew tölvupóst til Maxwell. Tilefnið var að Virginia Roberts Giuffre hafði skýrt frá því að hún hefði stundað kynlíf  með Andrew þegar hún var aðeins 17 ára. Prinsinn vildi fá upplýsingar um þessa hana og leitaði því til Maxwell.

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Á síðustu árum hafa margar konur skýrt frá því að Maxwell hafi skipulagt komur ungra stúlkna í lúxusíbúðir Epstein í New York og París auk einkaeyju hans í Karabískahafinu. Stúlkurnar fengu greitt fyrir að veita Epstein kynlífsþjónustu en einnig áhrifamiklum vinum hans, þar á meðal Andrew prins.

Giuffre hefur lengi haldið því fram að hún hafi stundað kynlíf með Andres í íbúð Maxwell í auðmannahverfinu Mayfair í Lundúnum. Hún segir að þetta hafi gerst eftir að þau höfðu snætt saman og verið úti á lífinu. Hún segir að þau hafi stundað kynlíf inni á baðherbergi íbúðarinnar.

Virginia Roberts Giuffre

Giuffre hefur sagt að hún muni vel eftir kvöldinu í Lundúnum því Andrew hafi svitnað gríðarlega. Andrew hefur þvertekið fyrir að vita eitthvað um málið, hvað þá að hann þekki Giuffre. Í samtali við BBC sagðist hann vera með sjúkdóm sem veldur því að hann svitnar ekki og að auki hafi hann ekið dóttur sinni í barnaafmæli í Woking, sem er hverfi í Lundúnum, umræddan dag.

Í tölvupóstinum til Maxwell skrifaði Andrew meðal annars: „Láttu mig vita hvenær við getum talað saman. Ég er með nokkrar ákveðnar spurningar um Virginia Roberts.“ Þessu svaraði Maxwell: „Ég er með upplýsingar, hringdu þegar þú hefur tíma.“

Í símtalinu, sem þau áttu síðan, urðu þau sammála um að Giuffre væri lygari. Í yfirheyrslunni var Maxwell spurð beint út hvort Andrew hefði stundað kynlíf með Giuffre inni á baðherberginu.

„Það getur ekki verið. Baðkarið er einfaldlega of lítið,“

svaraði hún.

Maxwell hefur áður sagt að hún muni ekki eftir Giuffre en tölvupósturinn sýnir að hún vissi eitthvað.

Epstein var handtekinn í júlí 2019 í New York, grunaður um að hafa greitt fjölda stúlkna, yngri en 18 ára, fyrir kynlíf. Hann framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York mánuði síðar. Maxwell lét sig þá hverfa en alríkislögreglan FBI fann hana í húsi norðan við New York í júlí á þessu ári og var hún þá handtekin. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan, grunuð um að hafa haft milligöngu um að útvega Epstein ungar stúlkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum