fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælisveisluna sína

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 09:25

Mynd úr veislunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég áttaði mig á því hvað væri í gangi, ákvað ég að setjast niður og fylgjast með. Þetta var ótrúleg lífsreynsla,“

Þetta segir Eli nokkur McCann, sem átti heldur furðulegan 33 ára afmælisdag. Hann hélt að hann væri að fara að halda upp á afmælið sitt, en það var þó ekki það sem hann fékk, heldur mætti hann stað þess í eigin jarðarför. Mirror greinir frá þessu.

Þar sem að Eli hélt að afmælisveislan sín myndi fara fram var lítið um „afmælislega“ hluti. Á staðnum var líkkista og myndir af Eli. Þá voru allir svartklæddir og hundsuðu hann.

Skylar Westerdahl Kærasti Eli McCann bar sökina á þessu. Hann átti þá furðulegu hugmynd að setja upp jarðarför, frekar en hefðbundna afmælisveislu. Pælingin á bak við þessa hugmynd hans var: fólk ætti ekki að þurfa að deyja svo að ástvinir þess segi viðurkenni ást sína á þeim.

Skylar hafði búið til gervi-líkkistu og beðið alla vini þeirra til að mæta í svörtu, líkt og um jarðarför væri að ræða. Þá bannaði hann öllum að eiga í samskiptum við Eli, sem varð til þess að hann varð einskonar draugur í eigin jarðarför.

„Ég elskaði hverja einustu sekúndu“

Eli hefur nú lýst þessum furðulega afmælisdegi:

„Hann sagði mér að við værum að fara út að borða og að við þyrftum að var fínt klæddir. En við enduðum í vinahúsi, Skylar sagði að við yrðum að lýta við í tilefni dagsins.

Þegar ég labbaði þangað inn sá ég um það bil 15 vini mína, alla svartklædda sitja og þykjast gráta. Kærastinn minn tók sér sæti og einn vinur minn, í prestsbúningi, byrjaði athöfnina. Þau þóttust öll hvorki geta séð mig, né heyrt í mér á meðan að athöfnin var í gangi.

Þegar ég áttaði mig á því hvað væri í gangi, ákvað ég að setjast niður og fylgjast með. Þetta var ótrúleg lífsreynsla, svo heillandi, fyndið og súrt. Ég elskaði hverja einustu sekúndu af þessari athöfn.“

Eli segir að athöfnin hafi tekið um það bil þrjátíu mínútur, eftir það hafi hefðbundið partý tekið við. Hann þakkar kærasta sínum fyrir að vera hugmyndaríkur og búa til svona einstakar upplifanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið