fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Segir að Trump hafi áttað sig á mikilvægi NATO

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. október 2020 18:30

Trump REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kay Bailey Hutchison, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, segir að bandalagið sé sterkara en áður vegna þess þrýstings sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á aðildarríkin. Hún segir jafnframt að Trump hafi áttað sig á að NATO sé „mjög mikilvægt“.

Þetta kemur fram í viðtali Sky News við Hutchison. Í viðtalinu kemur einnig fram að ef Trump verður endurkjörinn forseti muni hann virða skuldbindingu aðildarríkjanna um að koma hvert öðru til aðstoðar ef á þau er ráðist. Það ákvæði, grein 5 í sáttmála aðildarríkjanna, hefur aðeins einu sinni verið virkjað en það voru Bandaríkin sem gerðu það í kjölfar hryðjuverkaárásanna á landið í september 2001.

Hún segir að Trump hafi verið mjög afdráttarlaus með að biðja aðildarríkin að auka útgjöld sín til varnarmála og að það hafi styrkt NATO. Einnig sé vitað að það þurfi að gera meira til að NATO geti orðið sá öryggisventill sem þörf er á.

Trump sagði NATO vera „úrelt“ skömmu eftir að hann tók við embætti og hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu ef aðildarríkin uppfylltu ekki kröfur um að verja 2% af vergri landsframleiðslu til varnarmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á