fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

„Meirihluti“ áhafnar Júlíusar Geirmundssonar með Covid-19 – Er nú á heimleið eftir þriggja vikna túr

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. október 2020 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti áhafnar Júlíusar Geirmundssonar Ís-270, í eigu og útgerð Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. á Ísafirði hefur greinst með Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Þegar áhafnarmeðlimir sýndu flensueinkenni var ákveðið að sigla skipinu til Ísafjarðarhafnar í gærkvöldi þar sem olíutaka fór fram sem og sýnataka úr áhafnarmeðlimum. Þrjár vikur voru þá liðnar af túrnum. Að því er segir í tilkynningu fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð í skipið og tóku þar sýnin. Engir áhafnarmeðlimir fóru í land.

Sýnin voru send til Reykjavíkur í dag og lágu niðurstöður fyrir nú undir kvöld. Kom þá fram jákvæð niðurstaða fyrir meirihluta áhafnarmeðlima. Veiðum var þá hætt og skipinu snúið til næstu hafnar, sem er Ísafjarðarhöfn. Er það væntanlegt þangað á morgun. Í tilkynningu segir að enginn um borð sé alvarlega veikur og munu næstu skref vera stigin í samráði við umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum.

Í samtali við blaðamann DV sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, að ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar en kemur fram í tilkynningu að svo stöddu, en sagði að mönnunum heilsaðist vel og tekið yrði á móti þeim á Ísafirði í fullu samráði við lækna á staðnum.

Skipið er nú statt um 20 kílómetra utan mynnis Ísafjarðardjúps á 10 hnúta siglingu, sem eru um 18 km/klst, eins og sjá má á skjáskoti af Marine Traffic, hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna