fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Matur

Matarmikil gúllassúpa á köldu haustkvöldi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 18. október 2020 16:30

Tilvalið að skella í þessa í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Gunnar Markússon starfar sem næringarfræðingur á Reykjalundi. Hann er ritstjóri heimasíðu Náttúrulækningafélags Íslands, nlfi.is, og skrifar mikið um hin ýmsu heilsutengdu málefni. Hann sinnir einnig næringar- og heilsuráðgjöf í formi fyrirlestra í fyrirtækjum, félagasamtökum og íþróttafélögum, en þó lítið undanfarna mánuði vegna COVID-19. Nýlega fengum við Geir Gunnar til að fara yfir venjulegan dag í lífi sínu.

Sjá einnig: Þetta borðar Geir Gunnar á venjulegum degi

Hér deilir hann með okkur uppskrift að matarmikilli gúllassúpu.

Gúllassúpa lögfræðingsins (konunnar)

Nú er haustið komið og við erum þó nokkuð með súpur og matarmikil gúllassúpa er eitthvað sem klikkar ekki núna þegar farið er að kólna í veðri. Ekki skemmir fyrir að dætur mínar elska þessa súpu.

Hráefni

500 g nautagúllas

2-3 rauðlaukar

2 msk. ólífuolía

2 nautateningar

1 grænmetisteningur

2 dósir hakkaðir tómatar

3 tsk. tómatkraftur/puré

2 lítrar vatn

1 -2 tsk. paprikuduft

6 hvítlauksrif

6-8 kartöflur, skornar

4 gulrætur, skornar

1 paprika

1 peli rjómi

Salt, pipar og timían

Fersk steinselja

Sýrður rjómi

Aðferð

  1. Hitið olíu og snöggsteikið lauk og kjöt.
  2. Bætið þá hvítlauk, papriku og tómatkrafti út í og eldið í 10 mín.
  3. Bætið síðan vatni út í ásamt tómötum, krafti, paprikudufti, kartöflum og gulrótum og látið sjóða í a.m.k. 1 klst.
  4. Hellið rjómanum saman við og kryddið með salti, pipar og timían. Látið sjóða í aðra klst. og lengur ef tími gefst.
  5. Á þessum tveimur tímum sem súpan fær að malla er virkilega mikilvægt að smakka til og krydda og smakka svo meira. Jafnvel að bæta krafti út í ef með þarf.
  6. Berið fram toppað með sýrðum rjóma og steinselju.

Hugmynd að framreiðslu: Borið fram með nýbökuðu brauði til að dýfa í súpuna. Rauðvín smakkast alveg sérlega vel með þessari súpu fyrir þá sem það þiggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun