fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ofan á erfiða daga glímir Maguire nú við meiðsli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. október 2020 10:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire fyrirliði Manchester United hefur verið í vandræðum innan vallar eftir að hafa verið handtekinn og sóttur til saka í Grikklandi í sumar.

Maguire hefur verið ólíkur sjálfum sér í vörn Manchester United í upphafi tímabils og átti svo slakan leik með enska landsliðinu í vikunni.

Margir hafa kallað eftir því að Maguire verði sendur í frí til að koma hausnum á sér í lag eftir atvik sumarsins en fyrirliðinn vill spila gegn Newcastle um helgina.

„Þegar Maguire stóð í vörninni í sigri á besta landsliði í heimi með Englandi þá þótti það eðlilegt. Svo fær hann fyrirsagnirnar núna, svona er fótboltinn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær stjóri United.

„Harry vill alltaf spila, hann veit að hann kemur til baka og mun finna sitt gamla form.“

„Maguire fékk högg rétt áður en hann var rekinn af velli, við verðum að skoða ástandið í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga