fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Eldur í íbúðarhúsi í Hlíðarhverfi – Ók um í stolinni bifreið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 05:53

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um eld í kjallara íbúðarhúss í Hlíðarhverfi. Ekki er vitað um eldsupptök eða umfang skemmda.

Um klukkan tvö í nótt var ökumaður handtekinn í Hlíðarhverfi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld bifreiðar. Tilkynnt var um þjófnað á bifreiðinni, sem hann ók, nokkrum klukkustundum áður. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á þriðja tímanum í nótt var ökumaður handtekinn í miðborginni, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af konu sem er grunuð um að hafa stolið snyrtivörum úr verslun í Breiðholti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins