fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

WHO segir hugmyndir um hjarðónæmi ósiðlegar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 07:00

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að þeirri hugmynd hafi skotið upp hjá sumum að leyfa eigi kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að fara óheft um samfélög heims til að hægt verði að mynda hjarðónæmi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir að það sé „ósiðlegt“ að láta veiruna vera stjórnlausa í þessu skyni.

Þetta sagði hann á fréttamannafundi á mánudaginn. Hann sagði ekki hver, hverjir eða hvaða ríki hafi viðrað þessar hugmyndir. Hann sagði að hjarðónæmi hafi aldrei verið notað sem áætlun til að bregðast við faraldri. Hann segir slíkt vera óviðeigandi, bæði vísindalega og siðferðilega.

„Að láta veiru, sem við skiljum ekki til fulls, vera stjórnlausa er einfaldlega siðlaust. Það er ekki hægt,“

sagði hann.

Hann sagði að hjarðónæmi væri hugtak sem er notað í tengslum við bóluefni þegar réttum þröskuldi er náð hvað varðar fjölda ónæmra einstaklinga. Til dæmis er talið að ef 95% fólks er bólusett gegn mislingum þá njóti hin 5% verndar gegn sjúkdómnum.

„Hjarðónæmi næst með því að vernda fólk gegn veiru, ekki með því að smita það af henni,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi