fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Gera hlé á tilraunum með bóluefni gegn kórónuveirunni – Óútskýrð veikindi þátttakanda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 04:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson tilkynnti í nótt að það hafi gert hlé á tilraunum með bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, vegna óútskýrðra veikinda eins þátttakandans. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að nú sé verið að rannsaka veikindi viðkomandi.

Samhliða rannsókn fyrirtækisins á veikindum viðkomandi mun óháð eftirlitsnefnd fara yfir rannsóknina og veikindi þátttakandans.

Fyrirtækið hefur því lokað fyrir skráningar sjálfboðaliða til þátttöku í tilraunum með bóluefnið en auglýst var eftir 60.000 sjálfboðaliðum.

Tilraunin með bóluefnið er komin á þriðja stig sem er lokastigið fyrir hugsanlega samþykkt lyfjaeftirlitsstofnana á bóluefninu.

Það er ekki óalgengt að hlé sé gert á tilraunum með bóluefni. Í september gerði lyfjafyrirtækið AstraZenecas hlé á tilraunum með hið svokallaða Oxfordbóluefni eftir að grunur vaknaði um alvarlegar aukaverkanir hjá einum þátttakendanna. Tilraunir hófust síðan nokkrum dögum síðar og standa enn yfir.

Johnson & Johnson hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hin óútskýrðu veikindi þátttakandans. Fyrirtækið er meðal þeirra lyfjafyrirtækja sem hefur samið við bandarísk stjórnvöld og bóluefnasamstarf ESB um aðgengi að bóluefni fyrirtækisins ef það reynist virka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“