fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Þungar ásakanir í garð fréttamanns – Sagður hafa blekkt bróður Díönu prinsessu til að fá viðtal við hana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 07:00

Díana prinsessa í viðtalinu við Bashir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum þrjú í þessu hjónabandi. Það var því svolítið fjölmennt.“ Þessi frægu orð sagði Díana prinsessa í viðtali við Martin Bashir, fréttamanna hjá BBC, í nóvember 1995. Með þessum orðum átti hún við hjónaband sitt og Karls Bretaprins og samband hans við Camilla Parker-Bowles, sem var ástkona hans árum saman og er nú eiginkona hans.

Í viðtalinu opnaði Díana sig og sagði umbúðalaust frá hversu óhamingjusöm hún hefði verið. Tæplega 23 milljónir Breta horfðu á viðtalið sem var í Panorama á BBC1. Óhætt er að segja að viðtalið hafi hrist bresku konungsfjölskylduna.

Í því sagði Díana frá framhjáhaldi eiginmannsins, lystarstoli sínu og vandræðum hennar með að passa inn í konungsfjölskylduna.

Samkvæmt frétt The Sunday Times þá hafa nú komið fram ásakanir um að Bashir hafi beitt óvönduðum meðölum til að fá Díönu í viðtalið. Hann er sagður hafa á meðvitaðan hátt spilað á ótta hennar við að breska leyniþjónustan fylgdist með henni. Hann er einnig sagður hafa notað falsaðar upplýsingar um reikningsúttektir til að sannfæra bróðir Díönu, Charles Spencer, um að útvega sér viðtal við Díönu.

Þessar ásakanir passa ekki við niðurstöðu rannsóknar sem BBC gerði ári eftir viðtalið en þá verið uppi vangaveltur og áhyggjur um hvernig Bashir hefði tekist að vinna traust Díönu.

The Sunday Times segir að þremur mánuðum fyrir viðtalið hafi Bashir sagt Spencer að hann væri að rannsaka ásakanirnar um njósnir leyniþjónustunnar. Hann er einnig sagður hafa sýnt honum falsaðar reikningsúttektir til að sannfæra Spencer um að fyrrum öryggisstjóri hans hefði selt upplýsingar um fjölskylduna til fjölmiðla og leyniþjónustunnar MI5.

Spencer er sagður hafa varað Díönu við að Bashir myndi koma með ótrúlegar ásakanir en hún ákvað samt að mæta í viðtal hjá honum.

„Án Spencer, hefði Bashir aldrei náð til hennar,“

Hefur The Sunday Times eftir heimildarmanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi