fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Macron kynnir ný lög til að hindra íslamskan “aðskilnað” í Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 07:00

Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kynnti á föstudaginn hugmyndina á bak við nýja löggjöf sem beinist gegn erlendum áhrifum í samfélögum franskra múslima. Samkvæmt lögunum geta stjórnvöld fylgst með fjármögnun franskra moska sem berst erlendis frá, komið verður á kennslu fyrir franska prédikara sem þeir þurfa að sækja og bannað verður að kenna ungum börnum heima til að koma í veg fyrir að íslamskir skólar verði til.

Washington Post segir að lögin hafi verið töluverðan tíma i undirbúningi en verði væntanlega lögð fyrir þingið fyrir jól.

Í ræðu sem Macron flutti í Les Mureaux, einu úthverfa Parísar, sagði hann að berjast verði gegn „íslamskri aðskilnaðarstefnu“. Hann sagði þetta vera meðvitaða og pólitíska stefnu sem komi í ljós við margendurtekin frá vik frá gildum lýðveldisins og skapi oft önnur og andstæð samfélög.

Macron hefur í nokkur ár rætt um hugmyndir sínar um að styrkja aðlögun innflytjenda að frönsku samfélagi og koma í veg fyrir að þeir sem iðka múslímska trú í Frakklandi verði róttækir. Hluti af hvatningunni á bak við þetta eru margar hryðjuverkaárásir, sumar framdar af frönskum múslimum, í landinu.

Í ræðu sinni gekk hann lengra en áður í gagnrýni sinni á franska múslima sem eru stærsti minnihlutahópur landsins. Hægrimenn hafa sakað Macron um að fara of mjúkum höndum um glæpamenn. Macron sagði að Íslam væru „trúarbrögð sem eiga í tilvistarkreppu um allan heim“ og að vandamálin eigi rætur að rekja til „mjög harðrar afstöðu“ múslima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri