fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Fjárlagafrumvarpið kynnt – „Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 11:38

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi fjárlagafrumvarp ársins 2021 og fjármálaáætlunnar fyrir árin 2021-2025. Kennir þar að vanda ýmissa grasa en áberandi er viðspyrna ríkissjóðs við efnahagsástandinu vegna kórónuveirufaraldursins. 

Bjarni segir að Íslendingar séu nú í dýpstu kreppu sem þeir hafi séð í áraraðir og mesta samdrætti í 100 ár. „Það hefur orðið algjört hrun í afkomu ríkissjóðs.“

Engu að síður segir hann ríkisstjórnina ekki ætla að fara sömu leið og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir efnahagshrunið. Til að mynda hafi tryggingargjaldið verið hækkað verulega þá en verði ekki gert núna.

Ríkissjóður ætlar að veita hagkerfinu alls 430 milljarða viðspyrnu vegna COVID-19. Bjarni segir að opinber fjármál veðri notuð til að takast á við kreppuna með lántöku frekar en með skattahækkunum.

Einnig verður haldið áfram að efna loforð sem gefin voru í aðdraganda lífskjarasamningsins, fæðingarorlof verður lengt, lægsta skattþrep lækkað og eins verða skattleysismörk erfðafjárskatts hækkuð.

265 milljarða halli 

Bjarni segir að afkoma ríkissjóðs muni versna á næsta ári um 192 milljarða sökum beinna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áætlað er að ríkissjóður verði rekinn með 265 milljarða halla árið 2021.

Aðgerðir til að bregðast við heimsfaraldrinum, endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu, flýting á lækkun bankaskatts og niðurfelling gistináttaskatts, kostar ríkissjóð 17 milljarða króna. Þá er einnig gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur hækki um 23 milljarða króna.

Skattalækkun

Tekjuskattur á lægstu laun, þ.e. laun upp að um 325.000 krónum lækkar úr 35,05 prósentum niður í 31,55 prósent. Á móti verður miðþrep tekjuskattskerfisins hækkað úr 37,19 prósentum upp í 37,95 prósent.

Persónuafsláttur mun lækka úr 54.638 krónum niður í 51.265 krónur.

Sökum breytinganna munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti dragast saman um 14,5 milljarða króna á næsta ári.

Eitt og annað

Fjárlög gera ráð fyrir tæplega 12 milljörðum króna í byggingu nýs Landspítala, en alls verða framlög til heilbrigðismála aukin um ríflega 15 milljarða að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum.

Listamenn fá fleiri mánuði í sinn skerf en áður, en starfslaunum listamanna verður fjölgað tímabundið úr 1.600 mánaðarlaunum í 2.150 mánaðarlaun.

Framlög til nýsköpunarmála verða 25 milljarðar sem er 5 milljarða hækkun miðað við áætluð útgjöld 2020.

Framlög til Hörpu verða aukin um 150 milljónir til að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi.

150 milljónir munu renna í eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar.

Áfengisgjald hækkar um 2,5 prósent.

Útgjöld til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu munu hækka um 15,7 prósent milli ára.

Hér má sjá frumvarpið í heild sinni 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum