fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

„Mér finnst þetta ógeðslegt“ hugsaði Logi þegar hann sá það sem Geir skrifaði – „Alveg bara hryllilegt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 30. september 2020 14:41

Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson var viðmælandi í þættinum Okkar á milli sem er í umsjón Sigmars Guðmundssonar á RÚV.

Í þættinum ræddu Logi og Sigmar meðal annars um rasisma. Sigmar nefnir viðtal sem Unnsteinn Manuel Stefánsson, bróðir Loga, tók við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Viðtalið við Geir var um grein sem hann hafði skrifað sem ungur maður í MR. „Bara grein sem er auðvitað ekkert annað en rasísk, að hér ætti ekki að koma inn svart fólk og eitthvað í þá veruna.“ segir Sigmar.

„Hann er að spyrja Geir um þetta, löngu, löngu síðar,“ segir Sigmar. „Geir auðvitað segist ekkert kannast við þennan mann sem þarna skrifaði, þetta sé bara vanþekking og fordómar og biðst afsökunnar á þessu. Við sjáum auðvitað ekkert í pólitík Geirs, hvað svo sem mönnum finnst um hann yfir höfuð, að hann sé einhver rasisti. Hvað gerum við með svona dæmi?“

„Það er náttúrulega aðdáunarvert að sjá þetta viðtal“

„Ég man þegar það birtust fyrst fréttir um þennan pistil eða þetta blað sem kom út, MR-skólablað á sínum tíma,“ segir Logi og lýsir því hvernig honum leið þegar hann sá þetta. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara, mér finnst þetta ógeðslegt og alveg bara hryllilegt að sjá þetta. Ég veit ekki í hvaða umhverfi þetta varð til hjá Geir en það eina sem hægt er að gera í þessu var auðvitað bara að gangast við þessum mistökum og bara afgreiða það þannig.“

Logi segir að í öllum þeim umræðum sem eru í gangi um þessi mál er það oftast nóg að gera upp söguna og gangast við því. „Þarna voru gerð mistök, þetta er ekki maðurinn sem ég hafði að geyma og ég vona að það hafi sést, eins og Geir sagði,“ segir hann.

„Ég held að, án þess að ég fari eitthvað að greina pólitík Geirs eitthvað djúpt, þá er nú samt alveg hægt að segja að það hafi ekki verið keyrt á xenófóbíu í hans pólitík. Það er náttúrulega aðdáunarvert að sjá þetta viðtal. Aðdáunarvert að sjá þennan mann gangast við þessum mistökum og ræða þau efnislega og það er líka bara leiðin áfram. “

Sigmar skýtur þá inn í að menn bregðist ekki alltaf við eins og Geir gerði í viðtalinu. „Menn til dæmis fela sig stundum á bak við grín, að það megi allt í gríni,“ segir Sigmar og Logi svarar því. Hann talar um umhverfið hér á Íslandi þegar kemur að svona gríni. „Eins og fyrir íslenskan grínista eða íslenskan vinahóp, það er kannski gaman að grína með að leika einhvers konar skrípamynd af asískri konu eða svörtum manni eða hvernig sem það er,“ segir hann.

„En fyrir Íslendingana sem að eru asíska konan eða svarti maðurinn eða þekkja asísku konuna og svarta manninn þá er þetta náttúrulega bara, þetta er ekkert gaman. Þetta er ekkert smekklegt.“

Hér má sjá þáttinn í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Í gær

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar