fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Enn ein hópuppsögnin hjá Icelandair – Tugir flugmanna fengu reisupassann í dag

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 29. september 2020 20:07

mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum DV var ráðist í víðtækar uppsagnir hjá Icelandair í dag. DV hefur ekki fengið staðfest hjá Icelandair hve mörg var sagt var upp, en samkvæmt heimildum utan félagsins er um að ræða á milli 60 og 80 flugmenn.

Formleg tilkynning um uppsagnirnar virðist ekki hafa borist Vinnumálastofnun né fjölmiðlum, en DV hefur þó fengið það staðfest frá innanbúðarmönnum stéttarfélaga og Icelandair að uppsagnirnar hafi átt sér stað. Lögum samkvæmt ber vinnuveitanda að tilkynna hópuppsögn til Vinnumálastofnunar og viðeigandi stéttarfélags. Að sögn heimildarmanna DV snýr uppsögnin aðeins að flugmönnum, ekki flugfreyjum eða öðrum stéttum starfandi innan Icelandair.

Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna sögðust ekki getað tjáð sig um málið að svo stöddu.

Í samtali við DV sagði Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, að félaginu hafi ekki borist neinar upplýsingar um að flugfreyjur hafi verið hluti af hópuppsögn Icelandair í gær. Aðspurð um almenna líðan flugfreyja í dag eftir atburði sumarsins sagði hún stéttina enn í sárum, en að verkefnið í dag væri uppbygging meðal sinna félagsmanna og innan félagsins. „Stríðsöxin hefur verið grafin hvað varðar atburðina 17. júlí með sameiginlegri yfirlýsingu, en eftir stendur sumarið í heild. Það mun taka tíma að gera það upp,“ sagði Berglind.

Svör höfðu ekki borist frá upplýsingafulltrúa Icelandair við birtingu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með svörum Icelandair, er þau berast.

Uppfært kl. 20:26 Samkvæmt tilkynningu Icelandair sem send var á fjölmiðla í kjölfar birtingar DV á ofangreindri frétt var um að ræða 88 starfsmenn, þar af 68 flugmenn og 20 almenna starfsmenn. Tilkynning Icelandair er hér birt í heilu lagi.

Töluverður samdráttur hefur verið í flugi vegna hertra ferðatakmarkana á landamærum hér á landi sem tóku gildi seinnipartinn í ágúst. Til að bregðast við þessari stöðu og áframhaldandi óvissu hefur Icelandair Group því miður þurft að segja 88 starfsmönnum upp störfum frá og með 1. október nk. Stærstur hluti þess hóps eru flugmenn eða 68 einstaklingar en þar að auki er um að ræða 20 starfsmenn af ýmsum sviðum fyrirtækisins. Ennfremur ljúka nokkrir tugir starfsmanna sem voru á tímabundnum ráðningarsamningum störfum nú um mánaðamótin.

Ljóst er að félagið stendur frammi fyrir áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfar vel heppnaðs hlutafjárútboðs er félagið hins vegar vel í stakk búið til að komast í gegnum þá óvissu sem framundan er og jafnframt bregðast hratt við um leið og aðstæður leyfa. Félagið vonast til að hægt verði að draga uppsagnir til baka um leið og ástandið batnar og eftirspurn eftir flugi tekur við sér á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd